fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2024 13:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamad Kourani, Sýrlendingurinn, sem í dag var dæmdur í 8 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir sex brot, þar á meðal manndrápstilraun og lífshættulega stunguárás gegn tveimur mönnum í versluninni OK Market í marsmánuði síðastliðnum, á langan brotaferil hér á landi.

Þetta er rifjað upp í dómnum sem nú hefur verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Sjá hér.

Í dómnum kemur fram að Kourani hefur aldrei stundað atvinnu hér á landi en lifað á hinum opinbera. Hann kom fyrst til landsins árið 2017 og hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2018. Um fyrri brot Kourani segir í dómsorði:

„Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann 19. desember 2017 dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir skjalabrot. Þá var ákærði í Landsrétti 31. mars 2023 dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, húsbrot, brot gegn nálgunarbanni, eignaspjöll, fimm brot gegn valdstjórninni, tvær sprengjuhótanir, skjalafals, vopnalagabrot, umferðarlagabrot og sjö brot gegn sóttvarnarlögum og var með þeim dóm staðfest niðurstaða héraðsdóms 16. júní 2022. Ákærði lauk 12 mánaða afplánun dómsins 26. janúar 2024. Eftir það var hann 14. mars sl. dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, valdstjórnarbrot, sprengjuhótun, tilraun til sprengjuhótunar og umferðarlagabrot. Sætir sá dómur áfrýjun fyrir Landrétti.“

Þá segir um árásina í OK Market:

„Brot ákærða voru framin af ásetningi og var vilji hans til ódæðisverkanna styrkur og einbeittur þegar hann veittist að ósekju og með ofsafengnum hætti að brotaþolum C og D og olli þeim töluverðu líkamstjóni. Ákærði hefur ekki sýnt merki iðrunar eða eftirsjár og ekki reynt að bæta ráð sitt, heldur þvert á móti haldið áfram afbrotum með þeirri háttsemi sem hann er sakfelldur fyrir samkvæmt 5. og 6. ákærulið. Hann á sér engar málsbætur.“

Það var Jónas Jóhannsson héraðsdómari sem kvað upp dóminn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Samband íslenskra sveitafélaga semur við Syndis

Samband íslenskra sveitafélaga semur við Syndis
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Pipar\TBWA valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð

Pipar\TBWA valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna
Fréttir
Í gær

Leikarar í Borgarleikhúsinu fara í verkfall – Þetta eru dagarnir

Leikarar í Borgarleikhúsinu fara í verkfall – Þetta eru dagarnir