fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fréttir

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 15. júlí 2024 13:12

Tímanna tákn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verið er að mála yfir hina þekktu auglýsingu Verslunar Guðsteins Eyjólfssonar á Laugavegi. Eflaust hafa margir nýtt sér hana til þess að binda bindishnút á leið á veitingastað eða pöbb.

Í mars síðastliðnum var tilkynnt að Herrafataverslun Guðsteins, við Laugaveg 34, myndi loka innan skamms. Búðin var 106 ára gömul og einn af hornsteinum verslunar á Laugaveginum.

Minnkandi verslun var ástæða fyrir lokuninni. Guðsteinn, sem var klæðskeri, opnaði verslunina upphaflega árið 1918 á Grettisgötu en um tíma var hún á Bergstaðastræti. Afkomendur hans tóku við rekstrinum eftir hans dag en önnur fjölskylda tók við rekstrinum árið 2016.

Auglýsingin á horninu, sem sýnir vel hvernig á að binda bindishnút, var mjög áberandi og þótti setja svip á Laugaveginn. Nú er hún að hverfa.

„Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta,“ segir íbúi í hverfagrúbbu miðborgarinnar, sem tók eftir því að málarameistararnir voru að hefja verk sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndrápsmál á Akureyri – Komið til saksóknara

Manndrápsmál á Akureyri – Komið til saksóknara