fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 14. júlí 2024 12:00

Mynd: AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, varð fyrir skotárás í gær á fjölmennum kosningafundi í Butler í Pennsylvaníu-fylki í Bandaríkjunum kl. 18:08 að staðartíma, 22:08 á ís­lensk­um tíma.

Í myndskeiði af atvikinu má sjá Trump falla til jarðar eftir háværa hvelli en lífverðir hans brugðust fljótt við og umkringdu forsetaframbjóðandann.

Trump jafnaði sig fljótt og reis á fætur umkringdur lífvörðum og rak síðan hnefann á loft til stuðningsmanna sinna sem fögnuðu honum ákaft. Sjá mátti að það blæddi úr hægra eyra hans. Lífverðir hans hröðuðu honum af sviðinu og var hann fluttur í skyndi af svæðinu og á sjúkrahús. Hann var útskrifaður í nótt og flaug til heimilis síns í Newark í New Jers­ey.

Al­rík­is­lög­regl­an rann­sak­ar málið sem bana­til­ræði. Auk árás­ar­manns­ins, lést einn gest­ur á fund­in­um í árás­inni. Tveir eru al­var­lega særðir.

Eft­ir­lits- og ábyrgðar­nefnd full­trú­ar­deild­ar Banda­ríkjaþings hef­ur boðað Kimber­ly Cheatle, for­stjóra leyniþjón­ustu Banda­ríkj­anna á fund 22. júlí vegna skotárás­ar­inn­ar.

Var 120 til 150 metrum frá Trump

CNN greinir frá að skotmaðurinn hafi verið um 120 til 150 metr­um frá Trump. Í myndskeiði fjölmiðilsins má sjá árás­ar­mann­in­n liggj­andi á þaki húss lát­inn. Að sögn leyniþjón­ustu Banda­ríkj­anna skaut maður­inn nokkr­um skot­um fyr­ir utan fund­inn.

Mynd: CNN

Á blaðamanna­fundi sagði Kevin Roj­ek, full­trúi al­rík­is­lög­regl­unn­ar, að það væri skrýtið að skotmaður­inn gat hleypt mörg­um skot­um af á meðan fund­in­um stóð. Verið er að fara yfir verk­ferla með leyniþjón­ust­unni. Roj­ek sagði að framund­an væri löng rannsókn á málinu, hvernig skotmaðurinn hat kom­ist á staðinn sem hann var á og hvaða vopn hann notaði. Banda­rísk­ir fjölmiðlar hafa greint frá því að skotmaður­inn var með hálf­sjál­fvirk­an AR–15 riff­il.

Skýringamynd New York Post.
Skotmaðurinn var staðsettur á þaki utan öryggissvæðisins, um 120-150 metrum frá Trump (1). Trump á sviðinu (2). Staðsetning leyniskytta (3).

Skotmaðurinn, Thomas Matthew Crooks tvítugur að aldri var drepinn af skyttum bandarísku leyniþjónustunnar nokkrum sekúndum eftir að hann hleypti af nokkrum skotum. Crooks var skráður sem kjós­andi Re­públi­kana­flokks­ins, flokks Trumps, og hefði hann nýtt kosningarétt sinn í fyrsta sinn við forsetakosningarnar sem framundan eru í nóvember.

Thomas Matthew Crooks

Roj­ek sagði að skotmaðurinn hefði ekki verið með skil­ríki á sér og þurfti lög­regla því að not­ast við DNA til þess að staðfesta hver hann væri. New York Times segir Crooks ekki hafa átt neinn sakaferil að baki. CBS hefur eftir tveimur vitnum að þau hafi séð til skotmannsins með rifill nokkrum mínútum fyrir árásina og gert lögreglu eða leyniþjónustunni viðvart.

Bjarni fordæmir árásina

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, fordæmir skotárásina.

„Árásin á Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á kosningafundi gærdagsins er átakanleg. Pólitískt ofbeldi á engan stað í samfélögum okkar. Hugur minn er hjá honum, öðrum fórnarlömbum, og fjölskyldum þeirra á erfiðum tíma. Ég óska Donald Trump skjóts bata.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum