fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. júlí 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýkjörin biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, hyggst ekki flytja inn í Biskupsgarð, glæsihýsi við Bergstaðastræti 75 í eigu Þjóðkirkjunnar, þar sem tíðkast hefur að biskup Íslands haldi heimili. Í frétt Morgunblaðsins um málið staðfestir Guðrún að hún ætli áfram að búa á heimili sínu í Grafarvogi.

Um er að ræða glæsilegt hús í hjarta miðbæjarins. Mynd/Ernir

Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, verður því síðasti biskupinn sem heldur heimili sitt í Bergstaðastrætinu. Hún mun flytja út á næstunni og verður húsið sett á söluskrá í næsta mánuði. Fasteignamat hússins er tæplega 300 milljónir króna og er stærð þess rétt tæpir 500 fermetrar. Húsið er á besta stað í miðbænum og því má búast við að væn summa berist inn á reikninga Þjóðkirkjunnar á næstunni.

Guðrún Karls Helgudóttir, nýkjörin biskup Íslands

Agnes og forverar hennar í embætti hafa iðulega notað húsið undir ýmiskonar móttökur og viðburði, þegar svo ber undir, en í áðurnefndri frétt Morgunblaðsins segist Guðrún reikna með að þegar þörf verði á verði húsnæði tekið á leigu undir slíka viðburði.

Agnes bjó þó ekki frítt í húsnæðinu en frá árinu 2012 var ákveðið að rukka biskup um hóflega húsaleigu fyrir afnotin af húsinu. Í frétt Fréttablaðsins árið 2017 kom fram að húsaleiga Agnesar væri um 90 þúsund á mánuði, Ætla má að það hafi hækkað í takt við verðlagsþróun og er því í dag tæplega 130 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mennta- og barnamálaráðherra í mál við ríkið og krefst rúmlega tíu milljóna króna

Mennta- og barnamálaráðherra í mál við ríkið og krefst rúmlega tíu milljóna króna
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss