fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Leigjandi sagði leigusalann ekki hafa getað sannað tjón vegna meintra vanþrifa og skemmda

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 10:37

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd húsamála hefur sent frá sér úrskurð í deilumáli tveggja kvenna en önnur þeirra leigði íbúð af hinni. Leigusalinn hafði haldið eftir hluta tryggingar vegna að eigin sögn skemmda af völdum leigjandans og þess að hún hefði aldrei þrifið íbúðina. Leigjandinn neitaði því en sagði aðalatriðið vera að leigusalinn hafi ekki borið fram neinar sannanir um fjártjón sem hún hafi orðið fyrir vegna hinna meintu vanþrifa og skemmda.

Konurnar gerðu með sér leigusamning til eins árs frá 2. ágúst 2023 en leigutíma lauk sakvæmt samkomulagi þeirra 31. janúar síðastliðinn. Sérstaklega er tekið fram í áliti nefndarinnar að leigusalinn hafi einnig verið búsett í íbúðinni á leigutíma.

Leigjandinn sagði í erindi sínu til nefndarinnar hafa skilað íbúðinni þann dag sem að leigutíma lauk og að leigusalinn hafi ekki gefið neinar skýringar á því hvers vegna endurgreiðsla tryggingarinnar hafi dregist.

Í svörum sínum til nefndarinnar sagði leigusalinn að leigjandinn hafi ekki skilað sér lyklum við lok leigutíma heldur hafi hún skilið þá eftir á gangi í íbúðinni. Leigjandinn hafi aldrei þrifið íbúðina á leigutíma og þá hafi LED ljós orðið fyrir skemmdum. Leigjandinn hafi verið látin vita og þess vegna hafi tryggingarfénu verið haldið eftir.

Engar sannanir

Í andsvörum sínum sagði leigjandinn að þessar ásakanir leigusalans væru ósannar. Hún bætti þó við að kröfur af þessu tagi verði að byggjast á raunverulegu fjártjóni. Samkvæmt meginreglum skaðabótaréttar sem gildi um kröfur af þessu tagi hafi leigusalinn ekki uppfyllt þá skyldu að sanna raunverulegt fjárhagslegt tjón. Leigusalinn hafi ekki gert kröfu innan þessa tíma sem hún hafi haft og sé krafa hennar því úr gildi fallin.

Í andsvörum við þessum andsvörum leigjandans sagði leigusalinn að leigjandinn hafi skilið við íbúðina verulega óhreina. Leigusalinn viðurkenndi þó þau mistök að hafa ekki tilkynnt leigjandanum í tæka tíð um kröfuna. Það sé til komið vegna þess að leigjandinn hafi flutt úr íbúðinni án þess að hafa skilað lyklum, en þeir hafi verið skildir eftir á ganginum án þess að leigjandinn hafi látið vita af því. Þremur vikum síðar hafi leigjandinn farið fram á endurgreiðslu tryggingarfjárins. Leigusalinn sagðist vera með myndir sem hafi verið teknar þegar eftir skilin á íbúðinni.

Í niðurstöðu Kærunefndar húsamála segir að upphaflega hafi tryggingin verið 110.000 krónur. Leigusalinn hefði endurgreitt leigjandanum 80.000 krónur en haldið eftir afganginum. Leigutímanum hafi lokið 31. janúar og leigjandinn segi leigusalann ekki hafa gert kröfu í tryggingarféð innan lögboðins frests, sem sé 4 vikur eftir skil húsnæðis. Leigusalinn segist hins vegar hafa 1. febrúar tilkynnt leigjandanum að frágangi væri ábótavant og boðið henni að ganga betur frá. Hafi leigusalinn viljað meina að leigjandinn hafi mátt búast við frádrætti af tryggingarfénu. Nefndin segir það hins vegar liggja fyrir að leigusalinn hafi ekki gert skriflega kröfu í tryggingarféð innan fjögurra vikna frá skilum húsnæðisins. Þar af leiðandi beri leigusalanum að endurgreiða leigjandanum þær 30.000 krónur sem hún hélt eftir, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“