fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Aldís segir föður sinn þurfa að flýja miðbæinn vegna mismununar borgaryfirvalda

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 14:30

Frakkastígur Mynd: reykjavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þannig er mál með vexti að nú eru margir sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni og þar eru öll bílastæði í nágrenni gjaldskyld. Mikið af þessu fólki er félagslega einangrað og því skiptir sköpum fyrir þessa einstaklinga að fá heimsóknir bæði frá fjölskyldu, vinum og vandamönnum,“

sgir Aldís Þóra Steindórsdóttir sjúkraliði í grein á Vísi.

Segir hún föður sinn sem býr í félagslegu húsnæði í miðbænum hafa sótt um flutning úr miðbænum eingöngu vegna þess að bílastæðamálin hafa gríðarleg áhrif á hann og aðstandendur hans. Hún hafi reynt að leita svara við þessu hjá Reykjavíkurborg en án árangurs.

„Ákveðin mismunun á sér stað hjá Reykjavíkurborg gagnvart þeim skjólstæðingum sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Það virðist skipta miklu máli hvar á höfuðborgarsvæðinu skjólstæðingar félagsþjónustunnar fá úthlutað húsnæði. Þeir íbúar sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni þurfa að glíma við bílastæðamál sem aðrir á höfuðborgarsvæðinu finna ekki fyrir.“

Aldís Þóra Steindórsdóttir

Aldís rekur að hver heimsókn fyrir gesti kostar í það minnsta 220 krónur, sem sé svo sem ekki há upphæð fyrir eitt skipti. En ef sami  einstaklingur heimsæki viðkomandi íbúa einu sinni í viku að þá eru þetta 880 krónur á mánuði í það minnsta. Ef gleymist síðan að greiða í stöðumæli og eigandi fær stöðvunarbrotagjald þá sé heimsóknin komin í 4.500 krónur í það minnsta.

Þeir íbúar sem eiga lögheimili í miðbænum geta sótt um íbúakort, en slíkt gagnist lítið þeim sem eru gestir og þeim íbúum sem eru til dæmis með P-merki fyrir eða einfaldlega eiga ekki bíl. 

Hér má sjá gjaldsvæðin í miðbænum
Mynd: Borgarvefsjá 9. júlí 2024

„Mér finnst þetta ógna velferð þeirra sem búa í félagslegu húsnæði í miðborginni. Þetta verður til þess að þau fá færri heimsóknir og jafnvel engar. 

Það er sorglegt að ekki sé til gestakort eða undanþáguúrræði fyrir þessa einstaklinga sem sumir hverjir völdu sér það ekki að búa á þessu svæði en fengu því úthlutað og jafnvel ekkert annað í boði en að þiggja það því biðin eftir félagslegu húsnæði getur tekið langan tíma jafnvel einhver ár. 

Það er bæði íþyngjandi fyrir aðstandendur/vini íbúanna að þurfa að greiða fyrir hverja heimsókn ásamt því að þurfa að burðast með áhyggjur af félagslegri stöðu íbúans ef hann fær ekki heimsóknir frá vinum og vandamönnum vegna kostnaðar sem fylgir bílastæðasjóð. Einnig má benda á að margir vinir og ættingjar íbúanna sem búa í félagslegu húsnæði hafa einfaldlega ekki efni á að greiða ítrekað fyrir bílastæði,“ segir Aldís.

Vonar hún að málið fái umfjöllun og að mögulega verði breyting til hins betra fyrir þá íbúa sem búa í félagslegu húsnæði miðsvæðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“