fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024
Fréttir

Watson lúrir nálægt Íslandi – „Við ætlum að bíða hérna til þess að það sé tryggt að engir hvalir verði veiddir“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 8. júlí 2024 13:30

Watson er 73 ára og hefur lent í ýmsu í viðleitni sinni til hvalfriðunar. Mynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Watson dvelur nú í Írlandi og bíður átekta eftir að Íslendingar hefji hvalveiðar. Fari Kristján Loftsson af stað, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, mun Watson mæta skipum hans.

Hvalfriðunarsinninn Paul Watson er Íslendingum vel kunnugur. Hann starfaði áður hjá Greenpeace og Sea Shepherd og sökkti tveimur hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn árið 1985. Nú starfar hann á eigin vegum og siglir á skipinu John Paul DeJoria.

Geta brugðist hratt við

Skipið lúrir nú í Dyflinnarhöfn og hinn 73 ára Watson fylgist grannt með stöðu mála. Eins og flestir vita hefur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gefið úr hvalveiðileyfi á 128 langreyðum til eins árs. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf, segir hins vegar að tíminn sé of knappur og fyrirsjáanleikinn of lítill. Ekkert verði veitt í sumar. Watson tekur því hins vegar með fyrirvara.

Sjá einnig:

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

„Við ætlum að bíða hérna til þess að það sé tryggt að engir hvalir verði veiddir,“ sagði Watson í viðtali við dagblaðið Irish Mirror. Ástæðan fyrir því að hann dvelur í Dyflinni er sú að Írland er nálægt Íslandi og stutt að fara til mæta hvalveiðiskipunum, fari þau af stað til veiða. „Við fylgjumst mjög náið með Íslandi því þó þeir segi að þeir ætli ekki að veiða þá gætu þeir samt gert það.“

Fara annars til Japan

Fari svo að Kristján standi við orð sín og sendi skipin ekki til veiða þá hyggst Watson fara annað. Það er til Kyrrahafsins að mæta stærsta hvalveiði skipi heims, hinu japanska Kangei maru.

DV greindi frá smíði skipsins í maí síðastliðnum. En Kangei maru var smíðað til þess að reyna að endurreisa hvalveiðarnar í Japan og koma hvalkjöti aftur á diska landsmanna. Kangei maru er 9.300 tonn og hefur 100 manna áhöfn. Skipið getur verið mánuðum saman á hafi úti og unnið hvalkjöt um borð.

Sjá einnig:

Japanir vígja risavaxið hvalveiðiskip – „Tákn um að atvinnugreinin sé að snúa aftur“

„Núna er skipið undan ströndum Japans en það gæti siglt norður í Kyrrahaf. Þetta skip var smíðað til þess að fara langt,“ sagði Watson. „Hvert sem það fer munum ég og mitt teymi fara á eftir því.“

Fékk í sig byssuskot

Að sögn Watson er það ekki hættulaust að berjast fyrir friðun hvala. Sjálfur hafi hann oft verið hætt kominn.

„Það hefur verið skotið á okkur, klesst á okkur, við höfum verið lamin. Ég er eiginlega orðinn vanur þessu. Ég var skotinn við Suðurskautslandið en var í skotheldu vesti,“ sagði Watson. „Þétta er ekki hættulaust. Veðrið er líka hræðilegt oft á tíðum, hræðilegir stormar og ísköld veður. En fyrir mig er þetta hluti af þessu. Þetta er ævintýri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjá kjósendur af arabískum ættum eftir því að hafa kosið Trump?

Sjá kjósendur af arabískum ættum eftir því að hafa kosið Trump?