fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hryllingurinn í Þverárhlíð: Veikburða lamb að sjúga nýdauða froðufellandi móður sína – „Ég kem alltaf að einhverjum hryllingi“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 8. júlí 2024 16:00

Kindin var froðufellandi áður en hún drapst. Lambið reyndi að sjúga dauða móður sína. Mynd/Steinunn Árnadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Árnadóttir, organisti á Borgarnesi, gekk fram á nýdauða ær, froðufellandi af sýkingu, frá bænum Höfða í Þverárhlíð. Hún sá einnig veikburða lamb ærinnar reyna að sjúga dauða móður sína.

„Það er búið að merkja lambið og þá hefði átt að koma í ljós að það var eitthvað að ánni. Þetta er búið að grassera. Það hefði átt að meðhöndla kindina,“ segir Steinunn sem hefur grun um að ærin hafi þjáðst af ómeðhöndlaðri legbólgu. Hún hafi séð kindina míga sífellt og fá krampa áður en hún drapst. „Lambið hugsanlega lifir en það verður aumingi.“

Steinunn hefur vakið athygli á aðbúnaði kindanna í meira en ár en hún vill að eigendurnir verði vörslusviptir. Þeir glími við hreyfihömlun og geti ekki sinnt fénu sem skildi, eins og þetta mál sem og mörg önnur sem sem hún hafi bent á sýni. Svo sem ótal ljósmyndir af dauðum lömbum og illa hirtum kindum.

MAST að bregðast skepnunum

Steinunn hefur margsinnis tilkynnt málið til bæði Matvælastofnunar (MAST) og sveitarfélagsins Borgarbyggðar en fái ekki svör. Reyndar hafi MAST einu sinni svarað, þegar Steinunn hafði tilkynnt um ær sem var um það bil að missa augað út úr tóftinni.

„Ég held alltaf að þetta sé eitthvað aðeins skárra en ég kem alltaf að einhverjum hryllingi. Sagan er endalaus,“ segir Steinunn sem fer reglulega að athuga með féð.

Samkvæmt tilkynningu MAST frá 10. maí síðastliðnum er fylgst með málinu, kröfur hafa verið settar fram og starfsmenn fari í eftirlitsferðir til að fylgja eftir þessum kröfum. Einkum að eigendurnir fái aðstoð þriðja aðila við búskapinn. Þá hafi verið gerð krafa um fækkun fjár í haust, úr hundruðum niður í nokkra tugi fjár.

Sjá einnig:

Dýravinir miður sín út af útigangsfé í Þverárhlíð – „Bóndinn hér má pína kindurnar sínar áratugum saman“

Steinunn gefur lítið fyrir þetta. Hún segir að MAST beri ákveðna ábyrgð á hvernig fénu reiðir af í ljósi þess að stofnunin segist hafa eftirlit með býlinu.

„MAST eru að bregðast skepnum sem þyrftu á aðstoð að halda,“ segir hún. Það sé ekkert að gerast. „Það á sennilega að bíða fram á haustið, þá fella eitthvað en einhverjir tugir verði eftir. Það finnst manni alvarlegt þó að í dag séu þarna hundruð. Það verður sama meðhöndlun sem áður þrátt fyrir að færri kindur þjáist.“

Slóst í brýnu

Steinunn er ekki sú eina sem hefur skipt sér af fénu í Þverárhlíð. Dýraverndunarsamtökin DÍS og hópur sem kallast Björgum dýrum í neyð hafa reynt að koma fénu til hjálpar, meðal annars með því að færa því hey í maí síðastliðnum.

Í það skiptið slóst í brýnu á milli dýraverndunarsinna og eiganda sem otaði priki að þeim og hindraði að þeir kæmust burt á bíl sínum. Var lögregla kölluð til í það skipti eins og Vísir greindi frá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti