fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Ásdís segir skorta marktækan mælikvarða á námsárangri grunnskólabarna – Einkunnaverðbólga þvert á PISA niðurstöður

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 8. júlí 2024 16:30

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Mynd/Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, ætlar að heimsækja alla grunnskóla í bænum og ræða við starfsfólk um hvernig eigi að mæta þörfum nemenda. Einkunnaverðbólga sé í íslenskum skólum þrátt fyrir versnandi námsárangur samkvæmt PISA.

„Þrátt fyrir að á hverju ári séu um 200 milljarðar króna settir íslenskt skólakerfi, sem hlutfall af landsframleiðslu næst hæst meðal OECD ríkja, þá er árangurinn afskaplega dapur og verður verri og verri með hverri Pisa niðurstöðu,“ segir Ásdís í færslu á samfélagsmiðlum. Góð menntun skipti höfuðmáli til að tryggja áfram þau lífsgæði sem við höfum vanist, sem og þann jöfnuð sem við búum við og lýðræði.

Ekki ráðist á rótina

Íslensk ungmenni standi sig verr en öll önnur í álfunni, að grískum undanskildum, þegar komi að lestri, stærðfræði og náttúruvísindum. Þessi þróun hafi hafist árið 2009 og fengið að viðgangast án þess að ráðist sé á rót vandans.

„Ég tel ekki að slökum kennurum sé um að kenna heldur sé það kerfið sem við höfum búið til í kringum kennslu grunnskólabarna okkar og um leið það kerfi sem kennarar þurfa að vinna eftir,“ segir Ásdís.

Engum greiði gerður

Afnám samræmdra prófa hafi markað skil. Það er eftir að það hafi einkunnir barna sem útskrifast úr grunnskóla sífellt hækkað, þvert á niðurstöður PISA.

„Enginn marktækur mælikvarði er á námsárangri grunnskólabarna um leið og einkunnaverðbólga virðist ríkja víða. Fyrir utan hversu ósanngjarnt þetta er gagnvart börnunum þá er engum greiði gerður að börn séu ekki metin í samræmi við getu og árangur,“ segir Ásdís. „Bakslagið kemur síðar þegar árangur í menntaskóla er í ósamræmi við árangur úr grunnskóla sem sem getur leitt til óheppilegs vals á námsbraut og jafnvel brottfalli úr menntaskóla.“

Þar að auki fái íslenskir grunnskólar engar upplýsingar frá PISA, ólíkt skólum í efstu ríkjunum. Íslendingar fái ekki einu sinni samanburð á milli sveitarfélaga.

Óþarfi að finna upp hjólið

„Við verðum að viðurkenna að mistök hafa verið gerð, hvort sem snýr að námsmati og innleiðingu þess, niðurfellingu samræmdra próf án þess að tryggja samhliða samræmda mælikvarða á árangri, svo dæmi séu tekin,“ segir Ásdís og spyr hvort miðstýringin sé orðin of mikil, hvort nægar kröfur séu gerðar til nemenda, hvort opinberi vinnumarkaðurinn sé orðinn of ósveigjanlegur þegar kemur niður á nýsköpun og framþróun kennara í stafi og hvort það skorti innra eftirlit, samanburð á árangri og endurgjöf.

„Það er óþarfi að finna upp hjólið, næstum öll ríki Evrópu gera betur en við,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“