fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Vilhjálmur miður sín eftir erfiðan fund í morgun og óttast um framtíð Akraness – Sorgardagur fyrir Skagamenn og 128 missa vinnuna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X hefur óskað eftir að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Frá þessu greinir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, á Facebook og segir að um sorgardag í atvinnumálum Skagamanna sé að ræða.

„Var að koma af fundi rétt í þessu en þessi fundur var vægast sagt gríðarlega erfiður en á þessum fundi tilkynntu forsvarsmenn hátæknifyrirtækisins Skaginn 3X 128 starfsmönnum að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.“

Þetta þýði að 128 fjölskyldur missi lífsviðurværi sitt en um 100 af þessum 128 búa á Akranesi og nágrenni. Um rótgróið fyrirtæki er að ræða og einn af stærstu vinnustöðum á Akranesi. Eins mun fjöldi afleiddra starfa tapast samhliða gjaldþrotinu.

Nú er komið nóg

Vilhjálmur segir þetta enn eitt þungt högg fyrir Akurnesinga og líklega hafi ekki nokkurt sveitarfélag þolað jafn miklar hamfarir í atvinnumálum fyrir utan Grindavík. Vilhjálmur segir að nú sé búið að rústa öllum sjávarútvegi á Akranesi, nýlega hafi möguleikum sveitarfélagsins til veiða og vinnslu hvalaafurða verið „slátrað“ og nú hefur Skaginn 3X óskað eftir að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

„Mitt mat er að núna sé komið nóg og nú verður eitthvað að gerast í atvinnumálum okkar Akurnesinga. Enda morgunljóst að ekkert sveitarfélag getur þrifist án þess að hafa sterkt og öflugt gjaldeyrisskapandi atvinnulíf en það er með slíkum störfum sem öll sveitarfélög eflast og styrkjast.“

Akranesi blæðir

Vilhjálmur hvetur fyrirtæki til að skoða hvort þau geti hafið starfsemi á Akranesi og spyr hvað þurfi að gera svo sveitarfélagið sé álitlegur kostur. Það blasi við að þó innviðir á Akranesi séu til fyrirmyndar þá hafi ekki tekist að efla atvinnulífið. Sjávarútvegurinn rústir einar, ekkert hótel svo Akranes er ekki með mikla ferðaþjónustu. Nú þarf að mati Vilhjálms að bjarga Akranesi áður en atvinnulífinu blæðir endanlega út.

„Fyrir nokkrum dögum var möguleikum okkar á veiðum og vinnslu hvalaafurða á þessari vertíð slátrað með handónýtri og ólöglegri stjórnsýslu stjórnvalda og þrýstingi frá „öfgafólki“. Mitt mat er að núna sé komið nóg og nú verður eitthvað að gerast í atvinnumálum okkar Akurnesinga. Enda morgunljóst að ekkert sveitarfélag getur þrifist án þess að hafa sterkt og öflugt gjaldeyrisskapandi atvinnulíf en það er með slíkum störfum sem öll sveitarfélög eflast og styrkjast.

Ég skora á fyrirtæki að skoða möguleika á að hefja starfsemi hér á Akranesi og við eigum að spyrja öflug fyrirtæki sem vilja skoða þann möguleika að hefja starfsemi hér hvað getum við gert til að þið viljið koma með ykkar starfsemi hingað!

Það blasir við að þrátt fyrir að allir innviðir hér á Akranesi séu til algjörra fyrirmyndar þá hefur okkur alls ekki tekist að efla atvinnulífið hér á Akranesi. Nánast enginn sjávarútvegur er eftir, ekkert hótel sem leiðir til þess að við erum ekki með hvað ferðaþjónustu varðar. Við verðum að fara að opna augun fyrir þessum staðreyndum og krefjast þess að stjórnvöld, bæjarstjórn og við öll ráðumst í eflingu á gjaldeyrisskapandi atvinnutækifærum okkur Akurnesingum til hagsbóta.

Við höfum alla innviði eins og áður sagði frábæra grunnskóla, leikskóla, heilsugæslu og öflugt og gott íþróttastarf. Við höfum allt nema öflugt atvinnulíf og því verður að breyta og það strax og ég biðla til bæjarfulltrúa, stjórnvalda og okkur öll að vakna og opna augun fyrir þessum staðreyndum.

Ef ekkert verður að gert mun atvinnulíf hér á Akranesi blæða endanlega út og því mikilvægt að stöðva þessa slagæðablæðingu og hefja alvöru gjaldeyrisskapandi atvinnuuppbyggingu og það án tafar!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ten Hag fær einn leik
Fréttir
Í gær

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work