fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Taldar verulegar líkur á að Reykjanesbær hafi brotið lög

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 16:30

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að stöðva beri um stundarsakir samningsgerð Reykjanesbæjar og fyrirtækisins Origo um kaup sveitarfélagsins á fartölvum af fyrirtækinu. Það var samkeppnisaðili Origo, Opin Kerfi, sem hafði lagt fram kröfu um að samningsgerðin yrði stöðvuð og Reykjanesbæ gert að hafna tilboði Origo og ganga þess í stað til samninga við Opin kerfi. Verður samningsgerðin stöðvuð á meðan nefndin mun taka frekari afstöðu til kæru Opinna kerfi og lögmætis útboðs Reykjanesbæjar, meðal annars á þeim grundvelli að verulegar líkur séu á að Reykjanesbær hafi brotið lög um opinber innkaup.

Kæra Opinna Kerfa var lögð fram í mars síðastliðnum en hún snýst um örútboð Reykjanesbæjar, mánuðinn áður, á fartölvum fyrir menntasvið bæjarins. Í úrskurðinum segir að örútboðið hafi farið fram innan rammasamnings Ríkiskaupa um tölvubúnað. Meðal krafa sem Reykjanesbær gerði um eiginleika tölvanna var að þær væru með myndavélar sem virki með Windows Hello og hafi svokallaðan IR stuðning. Þar er um ræða innrauðar myndavélar sem meðal annars eru nýttar fyrir þann eiginleika Windows Hello að notandi geti opnað fyrir aðgang sinn með því að kerfið beri kennsl á andlit hans.

Séu víst með IR

Auk Origo og Opinna Kerfa gerði eitt annað fyrirtæki tilboð. Tilboð Origo fékk hæstu einkunn í mati Reykjanesbæjar og var tekið en tilboði Opinna Kerfa  var hafnað ekki síst á þeim grundvelli að þær tölvur sem fyrirtækið bauð til kaups væru ekki með myndavélar með IR stuðningi.

Opin Kerfi vísuðu því á bug á sú væri raunin. Sagði fyrirtækið að þær HP-tölvur sem fyrirtækið bauð Reykjanesbæ til kaups væru með myndavélar af þessu tagi. Þær hefðu verið merktar með Windows Hello stuðningi sem þýddi sömuleiðis að þær styddu IR. Þetta hefði einnig komið fram í lýsingu á eiginleikum tölvanna sem fylgt hafi tilboðinu. Reykjanesbær hélt því hins vegar fram að þetta hefði ekki komið fram á tilboðsblaði sem innihélt tilboðið og í fylgigögnum hafi komið fram að um valkvæðan eiginleika væri að ræða en ekki staðlaðan. Það hefði því ekki tekist að staðfesta með óyggjandi hætti að tölvurnar sem Opin Kerfi buðu til kaups uppfylltu kröfur útboðsins.

Opin Kerfi fullyrtu hins vegar að tölvurnar uppfylltu kröfurnar og þar sem fyrirtækið hefði boðið lægra verð en Origo bæri að stöðva samningsgerðina.

Verulegar líkur á að lög hafi verið brotin

Í niðurstöðu Kærunefndar útboðsmála segir að nefndin hafi kynnt sér tilboð Opinna Kerfa. Þar á meðal  upplýsingablað sem fyrirtækið skilaði inn um eiginleika þeirrar tölvu sem það bauð til kaups en í því komi meðal annars fram að myndavél á tölvunni styddi notkun Windows Hello. Með hliðsjón af því og öðrum tilboðsgögnum fyrirtækisins þyki að mati nefndarinnar mega miða við að ráða hafi mátt nægjanlega af gögnum sem fylgdu tilboðinu að boðin vara uppfyllti kröfu útboðsgagna um IR myndavél.

Telur nefndin því að verulegar líkur hafi verið leiddar að broti gegn lögum um opinber innkaup sem leitt geti til ógildingar ákvörðunar eða annarra athafna Reykjanesbæjar, í samræmi við ákvæði þessara laga.

Var því fallist á kröfu Opinna Kerfa um stöðvun samningsgerðar Reykjanesbæjar og Origo um stundarsakir þar til endanleg ákvörðun verður tekin um hvort útboðið verður ógilt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt