fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Ef einhver hringir og segir að tölvan þín sé biluð skaltu vara þig

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 19:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikasímtölum þar sem viðkomandi reynir að sannfæra þann sem hringt er í um að tölva viðkomandi sé biluð og veita þurfi aðgang að henni.

Í tilkynningu á Facebook-síðu embættisins segir að um sé að ræða svikasímtöl þar sem svikararnir falsi númerin sem er hringt úr þannig að það líti út fyrir að þeir séu að hringja úr innlendum númerum. Á ensku kallist þetta „spoofing“.

Svikahrapparnir kynni sig á ensku og segist vera að hringja frá Microsoft. Þeir reyni að telja þeim sem hringt er í trú um að Microsoft viti af villu eða bilun í tölvu viðkomandi og þurfi aðgang að tölvunni til að lagfæra villuna. Einnig reyni þeir að sannfæra viðkomandi um að gefa persónuupplýsingar á borð við ljósmynd af vegabréfi og kreditkortaupplýsingar.

Lögreglan vísar til leiðbeininga netöryggissveitarinnar CERT-IS sem varar eindregið við því fólk veiti óþekktum aðila aðgang að tölvunni sinni, og ráðleggur að ekki sé farið eftir fyrirmælum frá aðila sem maður þekkir ekki og loka á símtöl sem fólk á ekki von á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki