Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því á Facebook-síðu sinni að alvarlegt umferðarslys hafi orðið á veginum nærri Gígjukvísl í Skaftárhreppi.
Slysið hafi orðið um klukkan 16 þegar ökumaður bifhjóls féll af því og hafnaði utan vegar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn og sótti hún ökumanninn.
Lögregla stjórni umferð fram hjá vettvangi, þar sem annarri akreininni hafi verið lokað á meðan rannsókn fer fram.
Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu en þó hefur fjölmiðlum verið tjáð að ökumaðurinn sé alvarlega slasaður.