fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

„Það er þjóðhagslega gríðarlega mikilvægt að við byggjum upp íbúðarhúsnæði fyrir Íslendinga“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk líkir þessari furðulegu kynningu borgarstjórans í fréttum við að korti af hverfinu hafi verið stillt upp, pílum kastað og svo tússað um þá staði sem pílurnar lentu á,“ segir Árni Guðmundsson, varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs og fulltrúi í íbúðaráði Grafarvogs, um þéttingu byggðar í Grafarvogi sem nýr borgarstjóri hefur boðað. 

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag, en fyrirhugað er að allt að 500 íbúðir muni rísa í Grafarvogi á næstu árum, sem hluti af átaksverkefni sem var hrint úr vör þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tók við embætti. 

„Við þurfum að byggja upp úthverfin og ég er að gera nákvæmlega það sem ég sagðist vilja gera eftir kosningar og byggja fjölbreytt húsnæði, ekki bara blokkaríbúðir,“ segir Einar. Hann segir að efla þurfi húsnæðisuppbyggingu og það hafi áhrif á efnahagslegan stöðugleika, verðbólgu og hvort fólk sjái tækifæri í Reykjavík. „Það er þjóðhagslega gríðarlega mikilvægt að við byggjum upp íbúðarhúsnæði fyrir Íslendinga.“

„Þegar þetta var kynnt með mikilli flugeldasýningu í sjónvarpinu af hálfu borgarstjóra þá voru rúmar þrjár vikur frá síðasta fundi í íbúaráði og ekkert var kynnt um þetta þar, það kom mér svolítið á óvart,“ segir Árni.  Segir hann íbúum brugðið yfir áformunum og marga á þeirri skoðun að þétting byggðar hafi gengið allt of langt. 

Einar segir að eftir sumarfrí verði haldinn fundur með íbúaráði Grafarvogs þar sem áformin verða kynnt. Segir hann að það liggi fyrir að það sé pláss í grunnskólunum í Grafarvogi og vitað sé að styrkja þurfi leikskólamálin samhliða þessari uppbyggingu. Allt skipulagsferlið sé eftir og þá þurfi að taka tillit til sjónarmiða nærsamfélagsins. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt