fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Kourani hótaði blaðamanni DV

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 11:00

Kourani hótaði blaðamanni DV í dómsal og á leiðinni þangað gaf hann ljósmyndurum fingurinn. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamad Kourani viðhafði hótanir gagnvart blaðamanni DV er hann bar vitni í Héraðsdómi Reykjaness. Sagði hann við dómara að það yrðu alvarlegar afleiðingar fyrir blaðamann DV ef dómari stöðvaði ekki skrif hans og stöðvaði ekki störf blaðamanna í dómsalnum, en blaðamenn frá DV og Vísir sátu í dómsalnum við fréttaskrif.

Er langt var liðið á skýrslutöku yfir Kourani sneri hann sér við, en hann sneri baki við áheyrendum, og hvessti augun á blaðamann DV. Síðan viðhafði hann þessi ummæli.

„Þetta er minn réttur,“ sagði Kourani við dómara. Sagði hann að blaðamaður þyrfti leyfi frá honum til að flytja fréttir af málinu en ekki bara frá dómara.

„Telur þú það vera rétt þinn að hóta blaðamönnum?“ spurði þá dómari. Kourani sagði svo ekki vera.

Kourani er ákærður fyrir sex ofbeldisbrot, þar á meðal manndrápstilraun í OK Market er hann réðst á tvo menn með hnífi. Aðrir ákæruliðir varða brot gegn valdstjórninni, hótanir gegn lögreglumönnum og ofbeldi gegn fangavörðum á Litla-Hrauni.

Sjá einnig: Réttarhöld yfir Mohamad Kourani – Reyndi að svipta mann lífi í OK Market – „Ég gerði ekki neitt“

Mjög illa gekk að fá Kourani til að tjá sig skýrt um ákæruliði. Vildi hann sífellt fá umræðu um önnur mál en það sem hann er ákærður fyrir. Bentu saksóknari og dómari honum ítrekað á að aðeins efni ákærunnar gegn honum væri til umræðu.

Dómari spurði meðal annars út í bótakröfur brotaþola Kourani í OK Market. Svaraði Kourani því til að hann vildi fá 5 milljónir króna frá öðrum brotaþolanum enda hefði hann gert árás á sig á heimili hans. Sagðist Kourani vera búinn að vinna það mál.

Kourani hafnaði bótakröfu mannanna er dómari ítrekaði spurningu sína.

„Við erum í umræðu sem gagnast ekki,“ sagði Kourani er hann var spurður hvort hann vildi tjá sig frekar um málið.

Kourani er talinn stríða við geðræn vandamál en er þó metinn sakhæfur. Þess má geta að samkvæmt heimildum DV frestaðist aðalmeðferð í málinu gegn Kourani vegna þess að hann var lagður inn á geðdeild í millitíðinni.

Skýrslutaka yfir Kourani gekk greiðlega þó að svör hans við flestum spurningum varðandi ákæruliði væru sérkennileg. Var skýrslutöku lokið upp úr kl. 9:30 og gert stutt hlé. Kourani kaus að yfirgefa eigin réttarhöld eftir að hafa gefið skýrslu, en eftir eru skýrslur vitna í málinu og málflutningur saksóknara og verjanda Kourani.

Mynd: DV/KSJ

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur
Fréttir
Í gær

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work
Fréttir
Í gær

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit
Fréttir
Í gær

Grunaður morðingi á Neskaupstað áfram í gæsluvarðhaldi

Grunaður morðingi á Neskaupstað áfram í gæsluvarðhaldi