fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Heiðrún hvetur til varkárni í samskiptum við makann á Messenger – Þetta er ástæðan

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hæ ástin, þarf að millifæra, getur þú samþykkt beiðnina?“ er dæmi um skilaboð sem einstaklingur fær frá maka sínum á Facebook Messenger sem virðast saklaus þar sem óskað er eftir að samþykkja beiðni um innskráningu í heimabanka með rafrænum skilríkjum. 

Við treystum okkar nánustu og erum því líkleg til að fara eftir fyrirmælunum í slíkum tilfellum, án þess að velta því endilega mikið fyrir okkur,“

segir Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu í grein sinni á Vísi.

Heiðrún bendir á að slík skilaboð geri verið varasöm og ætti að forðast, þar sem því miður séu mörg dæmi um að í slíkum tilfellum séu í reynd að svikarar að baki skilaboðunum sem hafa komist yfir Messenger aðgang einstaklinga. 

„Svikararnir fara að senda skilaboð á grunlausa Facebook vini og ættingja viðkomandi í von um að komast yfir fjárhags- eða persónuupplýsingar á borð við kortanúmer eða aðgang að rafrænum skilríkjum og heimabanka.“

Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu

„Hæ, hvað er símanúmerið þitt?“

Margir kannast eflaust við að hafa fengið upp úr þurru Messenger skilaboð frá Facebook vini sem biður um símanúmer móttakandans, jafnvel frá slíkum vini sem viðkomandi hefur aldrei talað við þar eða langt síðan síðustu samskipti þar voru. 

Heiðrún segir að í kjölfarið hefjast samskipti sem hafa það að markmiði að ná upp úr viðtakandanum viðkvæmum fjárhagsupplýsingum eða lykilorðum.

„Tilraunum til svokallaðra Messenger svika, líkt og margra annarra gerða svika, hefur farið mjög fjölgandi á síðustu árum og eru dæmi um að svikahópum hafi tekist að svíkja talsverðar fjárhæðir frá einstaklingum sem töldu sig vera í samskiptum við einstakling sem það þekkir vel.“

Þegar kemur að netinu þá getum við aldrei verið viss um hver sé að lesa skilaboðin okkar, hvort þeim verði deilt áfram og hvort einhver annar en sá sem átti að fá skilaboðin upphaflega eigi eftir að lesa þau síðar.

„Því er mikilvægt að hafa þá reglu að deila aldrei viðkvæmum fjárhagsupplýsingum, lykilorðum eða aðgangsorðum í stafrænum samskiptum, hvort sem það er við vini, kunningja, vinnufélaga eða okkar allra nánustu fjölskyldu.“

Spurðu þig þessara spurninga áður en þú deilir persónuupplýsingum

Heiðrún bendir á að áður en viðkvæmum fjárhags- eða persónuupplýsingum er deilt er mikilvægt að ganga úr skugga um að ekkert sé óvenjulegt í samskiptunum, hvort sem það snýr að vinnu eða einkalífi og spyrja sig gagnrýnna spurninga á borð við:

  • Átti ég von á skilaboðum frá viðkomandi einstaklingi eða fyrirtæki eftir þessari leið á þessum tímapunkti, t.d. þegar um er að ræða óvæntan tölvupóst, SMS eða Messenger skilaboð? Best er að forðast að opna alla hlekki í slíkum samskiptum.
  • Er viðkomandi að biðja um eitthvað óvenjulegt á borð við að leggja inn á nýjan reikning eða biðja mig um að setja aftur inn kortaupplýsingar eða lykilorð? Allt slíkt kann að vera hættumerki.
  • Er netfang, símanúmer, netslóðin eða greiðsluupplýsingarnar örugglega eins og þær eiga að vera?
  • Er ég örugglega á réttri heimasíðu en ekki svikasíðu? Eru einhverjar vísbendingar á borð við óvenjulega stafsetningu eða slóðin ekki eins og hún á að vera t.d. .com þegar hún ætti að vera .is? Til að vera viss getur verið skynsamlegt að byrja á að fara á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis eftir öðrum leiðum.
  • Ef um tilboð í netsölu er að ræða getur verið gott að spyrja sig, er tilboðið of gott til að vera satt? Þá er líklegt að svo sé.
  • Erum einhverjar færslur í korta- eða reikningsyfirlitinu sem ég kannast ekki við? Gott er að fara reglulega yfir yfirlit í heimabankanum til að vera viss um að þar leynist ekki óeðlilegar færslur.

Heiðrún segir að aldrei sé of varlega farið og vakni minnsti vafi geta háar fjárhæðir sparast með því að hringja í viðkomandi einstakling, fyrirtæki eða stofnun til að vera viss um að allt sé eins og það á að vera áður en teknar eru ákvörðun um greiðslu fjármuna, að slá inn kortaupplýsingar eða lykilorð.

„Gruni þig að þú hafir orðið fyrir svikum er mikilvægt að bregðast strax við til að lágmarka tjón með því að hafa samband við banka eða kortafyrirtækið þitt, láta loka kortum og breyta lykilorðum eins og við á. Einstaklingar geta byrjað á að frysta eigin kort í heimabanka eða bankaappi. Auk þess er hægt að sjá yfirlit yfir allar aðgerðir tengdar rafrænum skilríkjum þínum á heimasíðu Auðkennis sem og að afturkalla rafræn skilríki sé ástæða til.

Heilsteypt og heiðarleg tortryggni auk gagnrýnnar hugsunar í þessum málum getur komið í veg fyrir svekkelsi og fjárhagslegt tap síðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Jón Steinar: „Nú eru mér að fallast hendur í stuðningi við þennan flokk“

Jón Steinar: „Nú eru mér að fallast hendur í stuðningi við þennan flokk“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segja „góðar sannanir“ fyrir að kínversk fyrirtæki sjái Rússum fyrir drónum til hernaðarnota

Segja „góðar sannanir“ fyrir að kínversk fyrirtæki sjái Rússum fyrir drónum til hernaðarnota
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Verðbólgudraugurinn hrellir Þröst Leó

Verðbólgudraugurinn hrellir Þröst Leó
Fréttir
Í gær

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur
Fréttir
Í gær

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni
Fréttir
Í gær

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra
Fréttir
Í gær

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest