fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Hálendisvakt kom fótbrotnum göngumanni til bjargar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 07:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær barst Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum útkall vegna göngumanns sem hafði dottið á Bláhnjúk skammt sunnan Landmannalauga.

Þegar hópurinn kom að, var ljóst að erfitt yrði að bera viðkomandi frá slysstað vegna aðstæðna, en þarna er bratt og algengt að göngufólk slasi sig á þessum slóðum. Yfir úfið hraun er að fara og ljóst að flutningur myndi reyna óþarflega mikið á sjúklinginn.

Búið var um hinn slasaða á börum en í hóp Hálendisvaktar eru tveir sjúkraflutningamenn og í gönguhópnum var einnig læknir. Óskað var eftir því við Neyðarlínuna að þyrla yrði boðuð á staðinn til að flytja hinn slasaða af vettvangi.

Á meðan þyrla var á leið á vettvang þurfti hins vegar að flytja þann slasaða í börum úr mesta brattlendinu niður á stað sem þyrlan gæti lent. Björgunarfólk setti upp tryggingar og flutti sjúklinginn niður á áreyrar þarna nærri þar sem þyrlan svo lenti, sjúklingur borinn um borð og fluttur til aðhlynningar.

Meðfylgjandi er ljósmyndir frá aðgerð gærdagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Jón Steinar: „Nú eru mér að fallast hendur í stuðningi við þennan flokk“

Jón Steinar: „Nú eru mér að fallast hendur í stuðningi við þennan flokk“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segja „góðar sannanir“ fyrir að kínversk fyrirtæki sjái Rússum fyrir drónum til hernaðarnota

Segja „góðar sannanir“ fyrir að kínversk fyrirtæki sjái Rússum fyrir drónum til hernaðarnota
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Verðbólgudraugurinn hrellir Þröst Leó

Verðbólgudraugurinn hrellir Þröst Leó
Fréttir
Í gær

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur
Fréttir
Í gær

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni
Fréttir
Í gær

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra
Fréttir
Í gær

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest