fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Fullyrti að einhver annar hefði tekið yfirdráttarlán hjá Arion banka í hans nafni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Héraðsdómi Reykjavíkur var í gær kveðinn upp dómur yfir manni sem Arion Banki hafði stefnt til greiðslu skuldar vegna yfirdráttarláns. Maðurinn fullyrti hins vegar að hann hefði aldrei tekið umrætt lán og að einhver annar hlyti að hafa tekið það í hans nafni og þar með svikið peninga út úr bankanum. Héraðsdómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir galla á málatilbúnaði bankans væru nægilegar sannarnir fyrir því að maðurinn hefði sannarlega tekið yfirdráttarlánið og að honum hefði ekki tekist að sanna að einhver annar hefði tekið lánið í hans nafni.

Krafðist Arion banki þess að maðurinn yrði dæmdur til að greiða bankanum 1.060.251 króna auk dráttarvaxta.

Um málsvatvik segir í dómnum að árið 2020 hafi verið stofnað til yfirdráttarláns á veltureikningi sem maðurinn var með hjá Arion banka. Á hreyfingayfirliti reikningsins fram til maí 2023 hafi reikningurinn nær alltaf verið yfirdreginn og á endanum nam yfirdrátturinn þeirri upphæð sem bankinn krafðist að maðurinn greiddi. Á yfirlitinu mátti sjá fjölda millifærslna á og af reikningnum, til eða frá manninum og félögum sem hann stofnaði og er prókúruhafi fyrir.

Yfirdráttarheimildin var fyrst 500.000 krónur en var hækkuð í nokkur skipti og endaði í 2.000.000 króna. Samkvæmt gögnum bankans skráði maðurinn sig inn í netbanka sinn hjá Arion alla þá daga sem yfirdráttarheimildin var hækkuð.

Óundirritaður samningur

Bankinn lagði fram fyrir dómi ódagsett og óundirritað skjal sem bar yfirskriftina „Samningur um yfirdráttarlán á veltureikningi hjá Arion banka hf.“ Í skjalinu var maðurinn tilgreindur sem lántaki og og gjalddagi einnig tilgreindur.

Frá netfangi mannsins var í febrúar 2021 sendur tölvupóstur til bankans þar sem farið var fram á að yfirdráttarheimildin yrði hækkuð. Regluvörður bankans neitaði hins vegar að verða við því nema að bankinn fengi frekari staðfestingu á því að erindið væri raunverulega komið frá manninum en fram að því hefði hann ávallt haft samskipti við starfsmenn bankans símleiðis.

Í júlí 2022 sendi lögmaður mannsins bankanum tölvupóst og spurði hvort eitthvað væri að frétta af rannsókn á úttektum af reikningum mannsins og óskaði eftir yfirliti yfir þær frá 2020.

Bankinn stóð fyrir dómi fast við að maðurinn hefði tekið yfirdráttarlánið og í því skyni auðkennt sig í netbanka. Honum hafi einnig verið reglulega send yfirlit yfir stöðu reikningsins og ekki gert athugasemdir við þau.

Óviðkomandi aðili sendi tölvupósta

Maðurinn neitaði því alfarið fyrir dómi að hafa auðkennt sig í netbanka og tekið umrætt yfirdráttarlán og í kjölfarið yfirdregið reikninginn. Sagðist maðurinn ekki geta verið bundinn af óundirrituðum lánasamningi.

Vísaði maðurinn til áðurnefndra viðbragða bankans við tölvupósti úr netfangi hans í febrúar 2021 þar sem því var neitað að hækka yfirdráttarheimildina. Sagði maðurinn það benda til að óviðkomandi aðili hafi verið að senda tölvupósta í hans nafni. Pósturinn hafi valdið tortryggni hjá starfsmönnum bankans þar sem hann hefði ávallt haft samband símleiðis.

Maðurinn framvísaði einkabankayfirliti frá Arion banka þar sem fram kom að 2020, þegar yfirdráttarlánið var tekið, hefði hann verið með 34,6 milljónir króna í eignastýringu bankans. Hann sagði því blasa við að hann hefði aldrei haft þörf fyrir að taka yfirdráttarlán. Hann fullyrti einnig að regluvörður bankans hefði gefið þau fyrirmæli að öryggisins vegna ættu öll viðskipti mannsins við bankann að fara fram símleiðis. Þjónustufulltrúar mannsins hjá bankanum hefðu vitað af þessu en þeir hefðu ekki getað fundið út hver bað um yfirdráttarlánið. Þrátt fyrir fyrirmælin hafi bankinn stofnað til ýmissa gerninga í nafni mannsins, meðal annars yfirdráttarlánsins. án hans samþykkis.

Sagði maðurinn ekkert annað skýra lánið en að óprúttnir aðilar hafi svikið peninga út úr bankanum með þessum hætti eða að tölvukerfi bankans hafi með einhverjum hætti stofnað til lánsins án hans aðkomu. Maðurinn sagði það einnig rangt hjá bankanum að hann hefði aldrei gert athugasemdir við stöðu reikningsins sem var yfirdreginn. Hann hefði þvert á móti fundað margsinnis með starfsmönnum bankans vegna þessa.

Endurskoðandi eigi að vita

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að áðurnefnt óundirritað og ódagsett skjal – „Samningur um yfirdráttarlán á veltureikningi hjá Arion banka hf“ – hafi ekkert sönnunargildi þar sem maðurinn hafi ekki undirritað það rafrænt eða með neinum öðrum hætti.

Yfirlitið yfir hreyfingar á umræddum veltureikningi sýni hins vegar fram á að millifært hafi verið af reikningnum og á hann af manninum og þá meðal annars á félögin sem tengjast honum. Þetta bendi til þess að hann hafi sannarlega gengist fyrir umræddum millifærslum eða verið kunnugt um þær. Þar sem maðurinn sé löggiltur endurskoðandi þá hafi honum átt að vera ljóst hver staða reikningsins var og að með millifærslum af reikningnum ykist yfirdrátturinn. Þetta bendi til að maðurinn hafi tekið lánið og gögn bankans bendi til að stofnað hafi verið til lánsins með rafrænum skilríkjum mannsins, Samkvæmt netbankaskilmálum Arion banka beri notandi ábyrgð á öllum aðgerðum sem framkvæmdar séu með rafrænum skilríkjum hans.

Skoðun bankans á færslum á reikningnum umrædda hafi ekki leitt í ljós að einhver annar en maðurinn hefði beðið um yfirdráttarlánið. Manninum hafi ekki tekist að sanna þessa fullyrðingu sína. Sú ástæða að maðurinn hefði ekki haft þörf fyrir að taka yfirdráttarlán geti ekki talist grundvöllur sýknu.

Maðurinn var því dæmdur til að greiða Arion banka þá upphæð sem bankinn krafðist, auk dráttarvaxta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin