fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Þrengt að bifreiðaeigendum í Norðurmýri og meirihlutinn sakaður um sýndarsamráð – „Mun að líkindum vekja upp sterk viðbrögð íbúa“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar tók fyrir á fundi sínum í síðustu viku tillögu um að ökutækjum yrði bannað að leggja á tilteknum svæðum í Norðurmýri.  Í tillögunni felst eftirfarandi:

  • Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í norður- og austurkanti Skarphéðinsgötu
  • Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í suðurkanti Karlagötu
  • Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í norðurkanti Vífilsgötu
  • Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í suðurkanti Mánagötu
  • Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í norðurkanti Skeggjagötu
  • Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í norðurkanti Hrefnugötu
  • Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í suðurkanti Kjartansgötu
  • Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í norðurkanti Guðrúnargötu
  • Að óheimilt verði að leggja ökutækjum í suðurkanti Bollagötu milli Rauðarárstígs og Gunnarsbrautar.

Neita að kynna íbúum breytingarnar með beinum hætti

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að þessi tillaga um bann við lagningu ökutækja í Norðurmýri yrði kynnt sérstaklega íbúum í hverfinu og þeim gefinn kostur á að tjá sig um þessar breytingar áður en þær verða teknar til endanlegrar afgreiðslu. Þessi tillaga Sjálfstæðisflokksins var felld af fulltrúum meirihlutans, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar.

Meirihlutinn lagði þá sjálfur fram tillögu um að vísa fyrirhuguðu banni til umsagnar íbúaráðs Miðborgar og Hlíða og svo slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þessi tillaga var samþykkt af fulltrúum meirihlutans ásamt Vinstri grænum. En meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun:

„Íbúaráð borgarinnar eru samráðsvettvangur íbúa og borgarinnar. Vel fer á að fyrirliggjandi tillaga verði kynnt á opnum fundi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða áður en tillagan kemur til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs. Þar gefst öllum íbúum tækifæri til að tjá sig um málefnið. Ennfremur er tillögunni vísað til umsagnar slökkviliðsins.“

Sýndarsamráð

Sjálfstæðisflokkur lagði fram gagnbókun þar sem var tekið fram að löng hefð væri fyrir því að íbúar í Norðurmýri leggi bifreiðum beggja megin götu í mörgum götum hverfisins. Því sé ljóst að fyrirhugað bann muni hafa „áhrif á allt umferðarskipulag á svæðinu og að líkindum vekja upp sterk viðbrögð íbúa“.

„Þykir fulltrúum Sjálfstæðisflokks lágmark að kynna slíka tillögur fyrir íbúum hverfisins og gefa þeim kost á að tjá sig um málið áður en tillagan verður tekin til endanlegrar afgreiðslu. Vettvangur íbúaráða borgarinnar nægir ekki í þeim efnum enda sýnir nýleg könnun að aðeins 4,4% borgarbúa hafa reynslu af íbúaráðum Reykjavíkur.“

Með því að hafna tillögur Sjálfstæðisflokks um beint samráð við íbúa sé ljóst að yfirlýsingar meirihlutans um íbúasamráð séu „innantómar og merkingarlausar“

Það var í maí á þessu ári sem borgin kynnti niðurstöðu þjónustukönnunar Maskínu um íbúaráð borgarinnar.

Þar sögðust rúmlega 53% aðspurðra hafaheyrt aldrei (20,6%) eða sjaldan (33,8%) um íbúaráð Reykjavíkurborgar. Helmingur borgarbúa sagðist hafa enga reynslu af íbúasamráði í borginni síðastliðin 3 ár. Aðeins 4,4% aðspurða sögðust hafa reynslu af íbúaráði. Aðeins 4,9% svarenda úr Miðborg höfðu reynslu af íbúaráði og aðeins 3,3% svarenda úr Hlíðunum.

Er um raunverulega hættu að ræða?

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði eins fram bókun þar sem hún sagði fyrirhugað bann þrengja mjög að bílum og skapa vandræði fyrir bílaeigendur í Norðurmýri. Því sé samráð nauðsynlegt ásamt íbúakosningu.

„Sú hefð hefur myndast í mörgum götum í Norðurmýri að ökutækjum sé lagt beggja vegna og því er ekki bara hægt að breyta þessu með einu pennastriki án þess að ræða við fólkið sem þarna býr og hefur hagsmuna að gæta. Helstu rökin eru þau af hálfu meirihlutans að lagning beggja vegna skapi hættu. En þá er spurt, hafa orðið slys eða óhöpp sökum þessa sem rekja má beinlínis til að lagt er beggja vegna á þessum götum?“

Flokkur fólksins segist sjá fyrir sér fund með íbúum þar sem þeir fá að tjá sig um málið, enda þegar bílastæðaskortur á svæðinu.

Munu merkja bifreiðastæði í umræddum götum

Samkvæmt greinargerð deildarstjóra samgangna, Bjarna Rúnars Ingvarssonar, skapar þessi hefð sem skapast hefur í Norðurmýri mikla hættu og takmarkar aðgengi hreyfihamlaðra að gangstéttum, sem og aðgang sjúkraflutningamanna og slökkviliðs. Samhliða banni stendur til að merkja bifreiðastæði í umræddum götum, en þessar aðgerðir muni auka umferðaröryggi til muna.

Hér fyrir neðan  má sjá dæmi úr tillögunni um fyrirhuguð bifreiðastæði á Gunnarsbraut en nánar má lesa um útfærsluna í greinargerð með tillögunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur