fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Fréttir

Snákaeyja komst í sögubækurnar í upphafi stríðsins – Nú er búið að birta nýtt myndband af frelsun hennar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 04:10

Snákaeyja nokkrum sekúndum fyrir árás Úkraínumanna. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 24. febrúar 2022, daginn sem Rússar réðust inn í Úkraínu, réðust þeir einnig á Snákaeyju, sem er í Svartahafi. Þar voru aðeins 13 hermenn til varnar. Ummæli þeirra, þegar rússneskir hermenn gáfu þeim fyrirmæli um að gefast upp, fóru eins og eldur í sinu um heimsbyggðina en þau voru: „Russian warship, go fuck yourself.“

Þessi orð úkraínsku hermannanna til áhafna rússnesku herskipanna tveggja, sem var siglt upp að eyjunni, munu seint gleymast. Annað herskipanna var „Moskva“, flaggskip Svartahafsflotans en eins og frægt er orðið tókst Úkraínumönnum síðar að sökkva skipinu.

Eins og gefur að skilja tókst 13 úkraínskum hermönnum ekki að verja eyjuna gegn miklu fjölmennara rússnesku innrásarliði. Í fyrstu var talið að Úkraínumennirnir hefðu fallið en síðar kom í ljós að þeir höfðu verið teknir höndum.

Þann 30. júní 2022 náðu Úkraínumenn eyjunni aftur á sitt vald og í tilefni af tveggja ára afmælinu birti úkraínska leyniþjónustan SBU myndband af frelsun eyjunnar.

Í myndbandinu sést þegar Úkraínumenn varpa sprengjum á eyjuna og upptökur úr búkmyndavélum sýna hermenn hoppa út úr þyrlum og hertaka eyjuna eftir að hafa hlaupið um og háð skotbardaga við rússneska hermenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán lætur Gunnar Smára heyra það og kallar hann „einkaþotuafætu“

Stefán lætur Gunnar Smára heyra það og kallar hann „einkaþotuafætu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki öll nótt úti enn fyrir Zúista-bræður – Voru sakaðir um að hagnýta sér ranga hugmynd íslenskra stjórnvalda

Ekki öll nótt úti enn fyrir Zúista-bræður – Voru sakaðir um að hagnýta sér ranga hugmynd íslenskra stjórnvalda