fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
Fréttir

Bílhræ á plani gera Fjölskylduhjálpinni lífið leitt – „Getum ekki tekið áhættuna á að þurfa að borga 250 þúsund krónur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm númeralausir bílar, að virðist í mjög slæmu ástandi, gera Fjölskylduhjálp Íslands lífið leitt, en bílunum hefur verið lagt í stæði fyrir utan Iðufell 14, þar sem Fjölskylduhjálpin starfrækir matarúthlutanir sínar til fátækra og þurfandi borgara.

Formaður Fjölskylduhjálparinnar, Ásgerður Jóna Flosadóttir, er ráðlaus vegna þess vandamáls. Dráttarbílaþjónusta Vöku fjarlægir bíla sem lagt er ólöglega, á kostnað eigenda þeirra. Gallinn er sá að ef eigandi bílsins finnst ekki fellur kostnaðinn á þann sem tilkynnir og biður um að bíllinn sé fjarlægður.

„Það kostar 50 þúsund krónur á bíl og við getum ekki tekið áhættuna á því að þurfa að borga 250 þúsund krónur,“ segir Ásgerður.

Aðspurð segir hún að bílarnir trufli starfsemina og séu til ama. „Þeir taka líka stæði frá þeim skjólstæðingum okkar sem koma á bíl,“ segir hún ennfremur.

Ásgerður vonast til þess að eigendur bílanna sjái sóma sinn í því að fjarlægja þá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra

Stórsigur Verkamannaflokksins – Starmer verður forsætisráðherra
Fréttir
Í gær

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján hjólar í uppgjafaprófessor út af „helför“ RÚV – „Eiríkur Rögnvaldsson ætlar að verja með kjafti og klóm þau hryðjuverk sem ég kalla hvorugkynssýki“

Kristján hjólar í uppgjafaprófessor út af „helför“ RÚV – „Eiríkur Rögnvaldsson ætlar að verja með kjafti og klóm þau hryðjuverk sem ég kalla hvorugkynssýki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullyrti að einhver annar hefði tekið yfirdráttarlán hjá Arion banka í hans nafni

Fullyrti að einhver annar hefði tekið yfirdráttarlán hjá Arion banka í hans nafni