fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Vissi ekki hvar á Íslandi hann dvaldi síðustu 3 mánuði

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2024 16:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir erlendum manni sem grunaður er um ólöglega dvöl og atvinnustarfsemi hér á landi. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur meðal annars fram að þegar lögregla hafði afskipti af manninum fyrir um viku hafi komið í ljós að hann hefði dvalið á landinu undanfarna 85 daga. Tjáði maðurinn lögreglu að hann vissi ekki hvar á landinu hann hefði dvalið og hefði sofið hvar sem er og á engum sérstökum stað.

Í dómnum kemur fram að lögregla hefði haft afskipti af manninum 23.júní síðastliðinn en þá hafi hann átt bókað flug til Manchester á Englandi. Fluginu hafi hins vegar verið aflýst og farþegar færðir til næturgistingar og endurbókaðir í flug daginn eftir. Við eftirgrennslan hafi komið í ljós að hann hafi verið búinn að vera á Íslandi síðan 31. mars á þessu ári eða í 85 daga samfleytt en lögregla hafði afskipti af manninum þegar hann kom til landsins, vegna gruns um ólögmæta dvöl og atvinnustarfsemi.

Þegar lögregla hafði afskipti af manninum nú í júní var hann með 700 bresk pund, 80 evrur, 5.500 íslenskar krónur og 4.000 albanskar lerur meðferðis en þegar hann kom til landsins í mars var hann aðeins með 426 bresk pund á greiðslukorti. Maðurinn sagðist vera atvinnulaus og neitaði að sýna fram á uppruna peninganna sem hann hafði í fórum sínum. Hann sagðist þó hafa fengið greidd laun en neitaði að sýna fram á hvernig hann hafði framfleytt sér þá 85 daga sem liðu þar til hann kom til landsins og þar til lögregla hafði afskipti af honum.

Vissi ekki hvar hann var

Lögreglan spurði einnig manninn hvar á landinu hann hefði dvalið þessa 85 daga. Hann sagðist ekki vita það og hann þekkti nánast engann hér á landi. Lögregla ítrekaði spurninguna og sagði maðurinn þá að hann hefði sofið hvar sem er og á engum sérstökum stað. Maðurinn neitaði að veita lögreglu heimild til að skoða farsíma sinn. Hann reyndi að eyða skilaboðum úr símanum en bauð svo loks lögreglu að skoða símann.

Við skoðun á símanum mátti sjá aðila mæla sér mót við manninn í því skyni að kaupa af honum fíkniefni. Sagðist maðurinn eingöngu vera milliliður í viðskiptunum. Í símanum mátti sjá samskipti hans við annan aðila sem sendi hann um miðbæ Reykjavíkur til að sækja fíkniefni og dreifa þeim á viðskiptavini. Aðspurður um þetta sagði maðurinn að Ísland og sala fíkniefna væri ekki fyrir hann.

Lögreglan skoðaði aðganga mannsins á vefsvæðunum Moneygram og Paypal þar sem hægt er að millifæra peninga milli landa. Sú skoðun leiddi í ljós að maðurinn hafði millifært fjármuni úr landi frá 250.000 íslenskum krónum og upp í 500.ooo krónur.

Ætlaði kannski að „túristast“

Í dómnum segir að þegar maðurinn kom fyrst til landsins 31.mars síðastliðinn hafi lögregla haft afskipti af honum til að kanna tilgang dvalar hans og hvort hann hefði fjármuni til framfærslu. Maðurinn sagðist þá ætla að dvelja hér á landi til 5. apríl og framvísaði flugmiða því til sönnunar sem og bókun á hóteli. Hann sagðist vera með 1.500 evrur á tveimur greiðslukortum en lögreglan gat þó aðeins staðfest að 426 pund væru á öðru þeirra. Maðurinn sagðist ekki hafa annað í hyggju en að vera í miðbæ Reykjavíkur, borða mat, drekka og kannski fara að „túristast“.

Lögreglan fékk staðfestingu á því hjá umræddu flugfélagi og hóteli að maðurinn væri með bókaða gistingu fram til 5. apríl og væri bókaður í flug frá landinu sama dag.

Hann fékk því að halda leið sína inn í landið. Þann 11. apríl fékk lögreglan hins vegar staðfestingu á því að maðurinn hefði ekki mætt í flugið 5. apríl og hún hafði ekki hendur í hári hans fyrr en 23. júní.

Útlendingastofnun hefur þegar birt manninum ákvörðun um hugsanlega brottvísun og endurkomubann. Maðurinn hugðist mótmæla ákvörðuninni en ekki er vitað á þessari stundu hver staða brottvísunarmálsins á hendur manninum er.

Þar sem maðurinn hafði veitt lögreglu rangar upplýsingar við komuna til landsins og uppi var rökstuddur grunur um refsivert athæfi af hans hálfu og að nauðsynlegt þótti að færa hann í gæsluvarðhald til að tryggja framkvæmd ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið staðfestu bæði Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur að hann skuli sitja í gæsluvarðhaldi. Gildir það til 8. júlí næstkomandi.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti