fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Veðurspá fyrir júlí gefin út

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2024 15:30

mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á veðurspárvefnum Blika var fyrr í dag gefin út langtíma veðurspá fyrir júlímánuð sem eins og öll ættu að vita hófst í dag. Í spánni segir að búast megi við daufgerðu, svölu og þurru veðri í mánuðinum að minnsta kosti framan af.

Það er þó ekki algilt fyrir allan mánuðinn en í spánni segir að fram á miðvikudag sé að sjá lægð undan Suðurlandi og vætusamt verði sunnantil. Úrkomulítið verði norðantil, en þoka við sjóinn þar sem vindur standi af hafi.

Á fimmtudag sé síðan að sjá hægfara breytingar. Hæg norðanátt verði þá ríkjandi fram á sunnudag.  Dragi þá frá sólu sunnantil en síðdegisskúrir séu ekki útilokaðir. Hiti verði allt að 16 til 18 stig þar sem best lætur.  Svalt verði norðan- og austantil, 6 til 10 stiga hiti. Lengst af verði fremur þungbúið og þokusuddi verði algengt veðurlag.

Þegar kemur að næstu viku, 8. til 15. júlí, segir í spánni að lágþrýstifráviki sé spáð vestur af Bretlandseyjum, en minniháttar háþrýstifrávik vestur af Íslandi og yfir Grænlandi.  Alla jafna fylgi slíkum þrýstifrávikum ríkjandi vindar á milli austurs og norðurs. Oftast hægi.  Hitafrávikin á spákortum til hægri gefa til kynna að hiti verði markvert undir meðallagi norðan- og austanlands. Þrátt fyrir svalt loftið verði hitinn nærri meðallagi sunnantil. Sólríkt verði þar og þurrt.

Þegar kemur að vikunni þar á eftir, 15. – og 22. júlí segir að sjá megi áberandi  háþrýstifrávik yfir Íslandi.  Áfram verði fremur svalt umhverfis landið, en gæti alveg orðið sólríkt, en engu að síður einhvers konar norðanátt í grunninn og þurrt almennt séð.

Í spánni segir að litlu sé hægt að spá um síðustu viku júlímánaðar. Fram til 22. júlí sé hins vegar þrennt sem standi upp úr í þessari langtímaspá.

Hæglátt veður verði lengst af og með ríkjandi norðan- og norðaustanátt. Hiti verði um eða undir meðallagi, en líklegri sólar dagar sunnan- og vestantil gætu lyft meðalhitanum upp. Fyrir hluta mánaðarins sé spáð lítilli úrkomu sunnan- og vestantil , en talsverðri úrkomu á Austfjörðum.   

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Í gær

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Í gær

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“