fbpx
Föstudagur 05.júlí 2024
Fréttir

Kristján segir að hvalir séu ekki gáfaðar skepnur – „Þetta er bara uppspuni sem er kokkaður upp“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2024 10:00

Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals og stór hluthafi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að það sé uppspuni að hvalir séu gáfaðar skepnur. Hann er nýjasti gestur Dagmála á mbl.is og fjallar Morgunblaðið um efni þess í dag.

Kristján segir meðal annars í viðtalinu að hvalastofnar í kringum landið séu mjög stórir og bendir á að hvalirnir éti ekkert megrunarkex. „Þeir eru núna í þessum loðnuleitartúrum og þá eru hnúfubakar og hrefnur innan um þetta allt saman. Og þessir hvalir eru þarna að éta, þeir eru ekkert þarna að gamni sínu.“

Náttúruverndarsinnar hafa haldið því fram að hvalirnir séu gáfaðar skepnur og þess vegna eigi ekki að veiða þá. Kristján blæs á slíkar fullyrðingar.

 „Nei, þetta er bara uppspuni sem er kokkaður upp. Menn hafa kíkt til dæmis á hippocampus sem er í langreyði, sem er einnig í mönnum, er mér tjáð, þar sem minnið þitt er geymt í heilanum. Í langreyði er hann eiginlega mjög lítill og þannig upp byggður að það er talið að hann muni ekkert frá degi til dags.“

Kristján segir einnig í viðtalinu að ýmislegt bendi til þess að náttúruverndarsinnar séu að bíða hann af sér eins og það er orðað.

„Ég veit ekki hvort þeir vilji mig feigan en aðalmálið er að þeir eru búnir að fletta upp í þjóðskrá og vita hvað ég er gamall og þeir eru alltaf að bíða eftir því að ég hrökkvi upp af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl
Fréttir
Í gær

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk
Fréttir
Í gær

Kristinn Jens lagði Þjóðkirkjuna sem verður að greiða honum skaðabætur – Atvinnulaus og tekjulaus eftir að embættið var lagt niður

Kristinn Jens lagði Þjóðkirkjuna sem verður að greiða honum skaðabætur – Atvinnulaus og tekjulaus eftir að embættið var lagt niður
Fréttir
Í gær

Anna þurfti í sex verslanir til að kaupa inn vörur sem heilbrigðisráðuneytið segir aðgengilega í venjulegum matvöruverslunum – „6210 kr. fyrir 20 pylsubrauð“

Anna þurfti í sex verslanir til að kaupa inn vörur sem heilbrigðisráðuneytið segir aðgengilega í venjulegum matvöruverslunum – „6210 kr. fyrir 20 pylsubrauð“
Fréttir
Í gær

Kristján hjólar í uppgjafaprófessor út af „helför“ RÚV – „Eiríkur Rögnvaldsson ætlar að verja með kjafti og klóm þau hryðjuverk sem ég kalla hvorugkynssýki“

Kristján hjólar í uppgjafaprófessor út af „helför“ RÚV – „Eiríkur Rögnvaldsson ætlar að verja með kjafti og klóm þau hryðjuverk sem ég kalla hvorugkynssýki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrti að einhver annar hefði tekið yfirdráttarlán hjá Arion banka í hans nafni

Fullyrti að einhver annar hefði tekið yfirdráttarlán hjá Arion banka í hans nafni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld yfir Mohamad Kourani – Reyndi að svipta mann lífi í OK Market – „Ég gerði ekki neitt“

Réttarhöld yfir Mohamad Kourani – Reyndi að svipta mann lífi í OK Market – „Ég gerði ekki neitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðhagslega gríðarlega mikilvægt að við byggjum upp íbúðarhúsnæði fyrir Íslendinga“

„Það er þjóðhagslega gríðarlega mikilvægt að við byggjum upp íbúðarhúsnæði fyrir Íslendinga“