fbpx
Föstudagur 05.júlí 2024
Fréttir

Brá í brún þegar hann sá verðið – „Ég er yfir mig hneykslaður“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 1. júlí 2024 12:30

Hann var heldur betur hissa þegar hann sá verðið á súkkulaðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður ætlaði að kaupa sér klassíska íslenska súkkulaðið Rommý frá Freyju í Krambúðinni í Hólmavík en brá heldur í brún þegar hann sá verðið.

Hann vakti athygli á verðlagningunni í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi, en í hópnum eru tæplega 26 þúsund meðlimir.

„Krambúðin í Hólmavík verðleggur Rommý á 389 krónur. Það kostar undir 200 krónum víðast hvar annarsstaðar. Ég er yfir mig hneykslaður,“ skrifaði maðurinn með færslunni og deildi mynd frá búðarferðinni, sem hann gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta.

Mynd/Facebook

Tugir manna hafa skrifað við færsluna og eru flestir sammála um að þetta sé „okur.“

Sumir benda á hversu ósanngjarnt þetta sé fyrir íbúa Hólmavíkur sem eiga engra kosta völ, meðan íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta farið í þá verslun sem er með hagstæðasta verðið að hverju sinni.

„Lenti i því að slæðast inn i Krambúðina á Seyðisfirði og fékk létt áfall, ekki að ég kannski ætti ekki fyrir einhverju drasli sem þar var EN fólkið sem á ekki séns á að fara annað til að versla,“ segir einn meðlimur.

Ein segir þetta ekki eiga við allar verslanir úti á landi.

„Sá kassa af kók í dós á 3499 krónur í [Krambúðinni] í Hólmavík enn 1999 krónur í Hamraborg á [Ísafirði],“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl

Alvarlegt umferðarslys við Gígjukvísl
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk

Breiðablik ósátt við Kópavogsbæ og vill fá styrk
Fréttir
Í gær

Kristinn Jens lagði Þjóðkirkjuna sem verður að greiða honum skaðabætur – Atvinnulaus og tekjulaus eftir að embættið var lagt niður

Kristinn Jens lagði Þjóðkirkjuna sem verður að greiða honum skaðabætur – Atvinnulaus og tekjulaus eftir að embættið var lagt niður
Fréttir
Í gær

Anna þurfti í sex verslanir til að kaupa inn vörur sem heilbrigðisráðuneytið segir aðgengilega í venjulegum matvöruverslunum – „6210 kr. fyrir 20 pylsubrauð“

Anna þurfti í sex verslanir til að kaupa inn vörur sem heilbrigðisráðuneytið segir aðgengilega í venjulegum matvöruverslunum – „6210 kr. fyrir 20 pylsubrauð“
Fréttir
Í gær

Kristján hjólar í uppgjafaprófessor út af „helför“ RÚV – „Eiríkur Rögnvaldsson ætlar að verja með kjafti og klóm þau hryðjuverk sem ég kalla hvorugkynssýki“

Kristján hjólar í uppgjafaprófessor út af „helför“ RÚV – „Eiríkur Rögnvaldsson ætlar að verja með kjafti og klóm þau hryðjuverk sem ég kalla hvorugkynssýki“
Fréttir
Í gær

Fullyrti að einhver annar hefði tekið yfirdráttarlán hjá Arion banka í hans nafni

Fullyrti að einhver annar hefði tekið yfirdráttarlán hjá Arion banka í hans nafni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld yfir Mohamad Kourani – Reyndi að svipta mann lífi í OK Market – „Ég gerði ekki neitt“

Réttarhöld yfir Mohamad Kourani – Reyndi að svipta mann lífi í OK Market – „Ég gerði ekki neitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðhagslega gríðarlega mikilvægt að við byggjum upp íbúðarhúsnæði fyrir Íslendinga“

„Það er þjóðhagslega gríðarlega mikilvægt að við byggjum upp íbúðarhúsnæði fyrir Íslendinga“