fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Fréttir

Margrét Friðriks og Gústaf í hár saman – „Varið ykkur á svona hættulegu fólki sem gengur um ljúgandi“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. júní 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem samstarfinu sé lokið hjá Margréti Friðriksdóttur ritstjóri Fréttin.is og Gústafi Adolfi Skúlasyni. Bera þau hvort annað hörðum ásökunum í færslum á Facebook, Margrét í stjórnmálaspjallinu, þar sem hún er einn þriggja stjórnenda hópsins, og Gústaf á eigin síðu.

Aðfararnótt laugardags kl. 4.07 skrifar Gústaf:

„Yfirlýsing sem ég skrifaði í athugasemd á Fréttinni í morgun: Yfirlýsing 29. júní 2024 (uppfært; athugasemdin hefur verið fjarlægð):

Ég bendi lesendum Fréttarinnar á, að samstarfi mínu og Margrétar Friðriksdóttur er lokið. Einhverra hluta vegna á Margrét Friðriksdóttir erfitt með að skilja það og tekur greinar sem ég skrifa á minni síðu gustafadolf.com og birtir á Fréttinni undir sínu nafni. Með því að blekkja lesendur Fréttarinnar til að halda að sú vinna sem lögð er í skrifin sé unnin á Fréttinni er Fréttin að villa á sér heimildir. Slíkt kallast ritstuldur. Af hverju skrifar Fréttin ekki sjálf fréttir um málin? Fréttin er skráður fjölmiðill og þekkir til höfundarréttar samkvæmt lögum. Ég eyddi tíma í að vinna þessa frétt um staðreyndakönnunina vegna kappræðna forsetaframbjóðenda Bandaríkjanna. Fleiri dæmi finnast. Bendi lesendum á gustafadolf.com þar ég birti greinar mínar og fólk getur fylgst með skrifum mínum. Gústaf Skúlason.“

Mynd: Skjáskot Facebook

Gústaf hætti í fússi miðjan október hjá Útvarpi Sögu. Hafði hann að eigin sögn verið viðloðandi stöðina í 15 ár og titlaður fréttamaður í Svíþjóð. Gústaf birti bloggfærslu þar sem hann rakti raunir sínar, hallarekstur stöðvarinnar og framgöngu útvarpsstjórans, Arnþrúðar Karlsdóttur, í hans garð.

Mynd: Skjáskot Fréttin

Svo virðist sem hann hafi ekki verið lengi iðjulaus því 31. október birtist grein í hans nafni á Fréttin. Hefur hann verið ötull síðan og alls brst 554 greinar í eða með hans nafni síðan samkvæmt leitarvél Fréttarinnar. Nafn Gústafs er ekki lengur meðal höfunda á vefsíðunni.

Í gærkvöldi kl. 22.52 skrifaði Margrét færslu í Stjórnmálaspjallið þar sem hún birtir skjáskot af orðaskiptum Gústafs og Ólafs nokkurs. Segir hún þann seinni stunda ófræingarherferð gegn sér og segist íhuga að kæra hann fyrir atvinnuróg. Segir hún Gústaf eiga að vera fullmeðvitaðan um þá vinnu sem hún hefur unnið sjálf. 

„Varið ykkur á svona hættulegu fólki sem gengur um ljúgandi, þessi ógeðfelldi maður Óli Ólafs var með ítrekaða kynferðislega áreitni gegn mér og ég hafði ekki áhuga, þá snérist hann gegn mér og hóf ófræingarherferð eins og þessa. Ég er að íhuga að kæra manninn fyrir atvinnuróg, hann veit ekkert um mína hagi eða hvernig ég vinn, og bara fyndið að hann telji að ég vinni ekki og skrifa greinar sjálf og ansi aumkunarvert að sjá reiða og svekkta karlrembur sem komast ekki upp með að níðast á konum sem eru að gera góða hluti og öfundast yfir því vegna þess að þeim sjálfum hefur ekki tekist neitt afrek í lífinu. Aumingja mennirnir ég finn til með þeim. Gústaf er vel meðvitaður um allar mínar greinar sem ég hef skrifað og viðtöl sem ég hef tekið, þar að auki hef ég menntun sem þessir menn hafa ekki.“

Mynd: Skjáskot Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi
Fréttir
Í gær

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki
Fréttir
Í gær

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað
Fréttir
Í gær

Seldi íbúð en þarf að endurgreiða hluta söluverðsins vegna galla

Seldi íbúð en þarf að endurgreiða hluta söluverðsins vegna galla
Fréttir
Í gær

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn