fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Hvað kostar að leigja herbergi í höfuðborginni? – Má bjóða þér 9 fm fyrir 137 þúsund í 101?

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. júní 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Atli Steinn Guðmundsson á Morgunblaðinu deildi fyrr í dag athyglisverðri mynd með orðunum:

„Þetta er huggulegt, 140.000 fyrir herbergi í Breiðholti. Georg vinur minn dreifir á bók lífsins. Ég greiði 104.520 krónur (8.000 NOK) fyrir fínustu 50 fermetra íbúð alveg niðri í bæ í Tønsberg, 60.000 íbúa dásemdarbæ sem er örlítið lengra frá Ósló en Borgarnes er frá Reykjavík. Hvers konar húsnæði fengi maður fyrir 104.000 kall á íslenska suðvesturhorninu, líkkistu?“

Vinir Atla Steins voru fljótir að benda honum á að myndin væri ekki íslensk og þegar myndin er gúggluð má sjá að hún kemur meðal annars upp sem leiguherbergi á Írlandi.

En hvað skyldi kosta að leigja herbergi í höfuðborginni í dag? Til að svara þeirri spurningu var leitað á leiguvef Mbl.is þar sem Atli Steinn vinnur. Leitin var einskorðuð við höfuðborgarsvæðið, atvinnuhúsnæði var ekki tekið með og auglýsingin varð að miða við eitt herbergi. Þannig komu stúdíóíbúðir með en ekki íbúðir sem buðu upp á tvö herbergi þrátt fyrir að leiga eða leiga miðað við fermeter væri hærri en dæmin hér að neðan sýna. Lýsing er tekin beint úr auglýsingum.

Til glöggvunar: Svona stór er einn fermetri.
Mynd: DV

Breiðholt, póstnúmer 109 

Blöndubakki 20
14 fm – 90.000 kr. / Verð per fm 6.429 kr.

Snyrtilegt herbergi, sem ný er búið að endurbæta, staðsett í sameign, með sameiginlegu aðgangi að salerni og sturtu í rólegu fjölbýlishúsi. Einnig er þvottaherbergi þar sem hægt að setja þvottavél í boði. Eingöngu rólegur og snyrtilegur einstaklingur kemur til greina. Áhugasamir sendið skilaboð með helstu upplýsingum um sig.

Mynd: Leiguvefur mbl.is

Grafarvogur, póstnúmer 112

Hamravík 24
20 fm – 220.000 kr. / Verð per fm 11.000 kr.

Hér er leigan aðeins tímabundin, í íbúð sem deilt er með öðrum, þar á meðal ketti. Ekki hægt að skrá sig á heimilinu og leigist aðeins nemum, ferðamönnum og svo framvegis. Herbergið leigist einnig með húsgögnum.

Room for rent ONLY for a limited period! 1.5 months July 3 – August 15, 2024. Room for ONLY 2 people in a shared apartment. NO registration is possible. Available for students, tourists, etc: TEMPORARY STAY, NOT fit for long-term. Do NOT send inquiries outside the advertised period and conditions. They will not be answered. The double room is in a shared apartment close to the walking area on shore, with a beautiful view over the bay and mountain from the balcony and windows. Walking distance to local shopping center, bus connections to downtown. Shared: spacious light living room with kitchen and dining area, bathroom, and laundry. The apartment is fully furnished. A cat lives in the apartment.

Mynd: Leiguvefur mbl.is

Laugardalur og Vogahverfi, póstnúmer 104

Skipasund 48
30 fm stúdíóíbúð – 195.000 kr. / Verð per fm 6.500 kr.

Flott íbúð til leigu með baðherbergi. Bílastæði beint fyrir framan fylgir eigninni.

Mynd: Leiguvefur mbl.is

Súðarvogur 7
15 fm – 120.000 kr. / Verð per fm 8.000 kr.

Room for rent. 16 fm.1 person per room. SAMEIGN /Shared area: Eldhús, helluborð, örbylgjuofn, ísskápur, þvottavél, þurrkari, baðherbergi með sturtu og anddyri. Kitchen, stove, fridge, microwave, washing machine, dryer, wc with shower and lobby, UMGENGNISREGLUR/ House rules Veisluhöld, reykingar, drykkja og háreysti er alls ekki liðið og er ætíð leitast við að velja saman leigjendur sem sækjast eftir friðsælum og öruggum stað til að búa á. It’s important that everyone feel comfortable in the house. No parties loud noise and no smoking in the house. INNIFALIÐ/Included Rafmagn, hiti, hússjóður, FRÍTT INTERNET tengi +WIFI . Electricity, Heating, FREE INTERNET wall connection wired and FREE WI-FI1

Mynd: Leiguvefur mbl.is

Holt og Norðurmýri, póstnúmer 105

Brautarholt 20
33 fm – 230.000 kr. / Verð per fm 6.970 kr.

33fm stúdíó íbúð í nýbyggingu rétt við Hlemm: Leiga: 230.000 kr. á mánuði (internet, hiti, rafmagn og hússjóður ekki innifalið). Leigan hefst frá og með 23. júní til eins árs leigusamnings. Stúdío íbúðin er á annari hæð og skiptist í stofu með svefnrými eða samanbrjótanlegu rúmi (Murphy bed), með miklu skápaplássi, eldhúsi með uppþvottavél, eldavél, ofni, ísskáp og frysti. Baðherbergi með sturtu. Svalir. Hátt er til lofts. Eigninni fylgir geymsla í kjallara. Þvottahús er staðsett í sameiginlegum bakgarði. Allar helstu matvöruverslanir og þjónusta eru í göngufæri eða um 50m til Bónus og stutt í strætó. Húsgögn eru innifalin; m.a. murphy rúm, borð og stólar, eldhúsáhöld, ísskápur.

Mynd: Leiguvefur mbl.is

Brautarholt 28
44 fm – 250.000 kr. / Verð per fm 5.682 kr.

Um er að ræða 44 fm íbúð á þriðju (efstu) hæð í nýlega uppgerðu lyftuhúsi í Brautarholti – spennandi hverfi sem er í mikilli þróun og í göngufjarlægð við Hlemm og miðbæinn. Íbúðin skiptist í forstofu, baðherbergi, opið rými með góða eldhúsaðstöðu og stofu, og svo hálflokað svefnrými (sjá myndir). Eldhúsið er vel skipulagt, allt með mjög nýlegum tækjum og þægilegt í notkun. Baðherbergið er mjög rúmgott, stór aðgengileg sturta, handklæðaofn og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara (íbúðinni fylgir þvottavél með innbyggðum þurrkara). Í svefnherberginu er gott fatahengi og sömuleiðis í forstofu. Það er aukin lofthæð í íbúðinni (hæsti punktur er u.þ.b. 3,3m), fallegt útsýni til norðurs og eru tvennar sameiginlegar þaksvalir fyrir alla íbúa hússins á suðurhlið hússins.

Mynd: Leiguvefur mbl.is

Skipholt 8
9 fm – 128.000 kr. / Verð per fm 14.222 kr.

ATH! This is one room in shared apartment, not the entire apartment! Single room for rent in shared apartment. This is an attic room so a part of the ceiling is lower than normal height. The apartment is on the 2nd floor, walking distance to Uni, Bonus supermarket is across the street. Room is fully furnished and bills included in rent, 1 month deposit. Available from 29.06.24.

Mynd: Leiguvefur mbl.is

Hátún 4
30 fm – 180.000 kr. / Verð per fm 6.000 kr. (Engar myndir í auglýsingu).

Lítil stúdíó íbúð á 6.hæð i Hátúni 4. Helstu húsgögn fylgja íbúðinni. Geymsla í kjallara fylgir ásamt sameiginlegri þvottaaðstöðu.

Hverfisgata 112
15 fm – 80.000 kr. / Verð per fm 5.333 kr.

Laust til leigu 15 fermetra stúdíóherbergi að Hverfisgötu 112. Herbergið leigist án húsgagna. Sameiginlegt baðherbergi ásamt sturtu. Þvottaaðstaða í sameign. Ekki er full lofthæð í rýminu og ekki er hægt að þinglýsa samningi. Leiguverð er kr.80.000,- á mánuði. Hiti er innifalinn í leiguverði.

Mynd: Leiguvefur mbl.is

Snorrabraut 77
Hér koma fjórar auglýsingar upp á sömu fasteign, allar nota sömu myndir og því ekki alveg ljóst hvort í boði er að leigja eitt herbergi í íbúðinni, tvö eða hana alla.

10 fm – 120.000 kr. / Verð per fm 12.000 kr.

This ROOM is 20 square meter. sharing bathroom and kitchen ,room with out furniture for long term rent minimum 12 months’ deposit payment when making contract is 360.000.

20 fm – 170.000 kr. / Verð per fm 8.500 kr.

Jarðhæð i mið bæ Reykjavíkur , með eða án húsgagna.

Furnished bedroom for 2 persons long term rent 1 year minimum ISK 170,000 per month,3 month is payable upon signing the lease

30 fm – 190.000 kr. / Verð per fm 6.333 kr.

Furnished Bedrooms for 3 persons. Long term rent, minimum 12 months ISK 190,000,3 months is payable upon signing lease

Mynd: Leiguvefur mbl.is
Mynd: Leiguvefur mbl.is

Miðbærinn, póstnúmer 101

Framnesvegur 40
30 fm – 240.000 kr. / Verð per fm 8.000 kr.

Til leigu 30 m2 stúdíóíbúð við Framnesveg 40 í 101 Reykjavík. Parket og flísar á gólfum. Ísskápur fylgir. Vísitölutengd langtímaleiga og trygging er sem nemur þriggja mánaða leigu greidd inn á reikning leigusala.

Mynd: Leiguvefur mbl.is

Fjólugata 23
10 fm – 140.000 kr. / Verð per fm 14.000 kr. (Auglýst sem 31 fm, en herbergið sjálft er aðeins 10 fm.)

Fullbúið einstaklingsherbergi í fimm herbergja 155 fermetra íbúð á tveimur hæðum í reisulegu einbýlishúsi á besta stað í miðborginni. Herbergið er 10 fermetrar með aðgangi að stórum og veglegum sameiginlegum rýmum. Íbúðin er með stóra bjarta stofu, gott vinnurými, sjónvarp, fullbúið eldhús, baðherbergi, salerni og þvottahús með þvottavél, þurrkara og þurrkaðstöðu. Fimm íbúar deila íbúðinni. Húsið er í rólegri götu og göngufæri við allt í miðbænum, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Rafmagn, hiti og þráðlaust net innifalið í verði. Aðrir íbúar eru á aldrinum 20 til 30 ára. Erum helst að leita að fólki á þeim aldri, hentar vel námsfólki.

Mynd: Leiguvefur mbl.is

Hallveigarstígur 6 (Engar myndir í auglýsingu)
37 fm – 220.000 kr. / Verð per fm 5.946 kr.

Eignin er staðsett í miðbæ Reykjavíkur, með matvöruverslun í göngufæri og alla helstu þjónustu.

Laugavegur 58b
Hér koma tvær auglýsingar upp á sömu fasteign, allar nota sömu myndir og því ekki alveg ljóst hvort í boði er að leigja eitt herbergi í íbúðinni, tvö eða hana alla.
Eignin er skráð sem ein eining, skrifstofubygging í fasteignaskrá.

15  fm – 140.000 kr. / Verð per fm 9.333 kr.

Eignin er bakhús við Laugaveg. Friðsæl staðsetning með bakgarði. Aðgengi að eldhúsi er sameiginlegt. Þvottahús með tveimur sameiginlegum þvottavélum í húsi í garði. Sér baðherbergi með sturtu fylgir herberginu. Hiti, rafmagn og internet innifalið í hússjóði. Eigin aðgangur út í garð.

Mynd: Leiguvefur mbl.is

20 fm – 170.000 kr. / Verð per fm 8.500 kr.

Eignin er bakhús við Laugaveg. Friðsæl staðsetning með bakgarði. Aðgengi að eldhúsi er sameiginlegt. Þvottahús með tveimur sameiginlegum þvottavélum í húsi í garði. Sér baðherbergi með sturtu fylgir herberginu. Hiti, rafmagn og internet innifalið í hússjóði. Eigin aðgangur út í garð.

Mynd: Leiguvefur mbl.is

Lokastígur 6
Hér koma tvær auglýsingar upp á sömu fasteign.

9 fm – 137.000 kr. / Verð per fm 15.223 kr.

ATH! This is one room in shared apartment, not the entire apartment! Small room for rent in shared apartment. The apartment is on the ground floor located right in the city center. The room is fully furnished and bills included in rent, 1 month deposit. This room is only for a female tenant. Available soon.

Mynd: Leiguvefur mbl.is

14 fm – 158.000 kr. / Verð per fm 11.286 kr.

ATH! This is one room in shared apartment, not the entire apartment! Located on the 2nd floor in the house right in the city center. The room is fully furnished and bills included in rent, 1 month deposit. Available soon.

Mynd: Leiguvefur mbl.is

Lokastígur 20
13 fm – 150.000 kr. / Verð per fm 11.538 kr.

Room for rent on Lokastígur – available from August 1: ✅ centrally located, upper-story room (13 m2) ✅ fully equipped kitchenette with a dining area electricity, water, heating, and high-speed WiFi are included ✅ fully furnished room ✅ the flat is shared with 2 other good tenants ✅ long-term from 12 months is a priority ✅ a one-month deposit is required as a guarantee ✅ good social mentality Please also consider ❎ no lounge area ✅ single occupancy only ❎ no parties, pets, or subletting – suitable for a quiet and private individual only. Pictures are from the previous ad so the room might look slightly different. You can introduce yourself with details such as your employment status, kennitala, and kannski your Facebook profile if you think that helps.

Mynd: Leiguvefur mbl.is

Lokastígur 21
Hér koma tvær auglýsingar upp á sömu fasteign. Sömu myndir notaðar og því er líklega verið að leigja herbergi í sömu íbúð þar sem eldhúsi og baði er deilt.

10 fm – 100.000 kr. / Verð per fm 10.000 kr.

Renting a 10 square meter room with furniture for long term minimum 12 months

10 fm – 130.000 kr. / Verð per fm 13.000 kr.

Single room with furniture. Long term rental minimum 12 months.

Mynd: Leiguvefur mbl.is

Niðurstaða leitarinnar – Kröfur og er eitthvað innifalið?

Niðurstaða leitar í dag, sunnudaginn 30. júní, eru 18 leiguherbergi.

Þrjár eignanna eru stúdíóíbúðir, tvær þeirra eru íbúðir sem er búið að útbúa i bílskúr. Ein er sögð í sameign með aðgang að eldhúsi og baði, og vantar flóttaleið úr herberginu út um glugga.
Tvær eru ekki með fulla lofthæð.

Ein er aðeins með tímabundna leigu, sex eru með 12 mánaða langtímaleigu, ekki er getið um lengd leigutíma í öðrum auglýsingum. Í þremur auglýsingum er krafist tryggingu sem samsvarar mánaðarleigu, í fimm þeirra er krafist tryggingar sem nemur þriggja mánaða leigu.

Sex eru með húsgögnum, í fjórum auglýsingum er boðið upp á val, með eða án húsgagna. Geymsla fylgir tveimur eignum, þvottavél og þurrkari í þeirri þriðju og ísskápur þeirri fjórðu. Einni eign fylgir bílastæði.

Í 11 auglýsingum er tekið fram að herbergið er í íbúð sem deilt er með öðrum, alla jafna er þá deilt eldhúsi, baðherbergi og stofu. Ein auglýsing tiltekur að engin stofa sé á staðnum og önnur tiltekur að aðeins sé deilt baðherbergi, virðist sá sem engin eldunaraðstaða sé á staðnum og spurning hvort sturta sé á baðherberginu. Tvær tilgreina að eldhús sé sameiginlegt, ekki er getið um stofu og/eða baðherbergi.
Ein auglýsing tiltekur alls konar kröfur, fram yfir þær hefðbundnu um góða umgengni og rólegheit. 

Fimm eignir tiltaka að reikningar séu innifaldir í leiguverði:
-Rafmagn, hiti, hússjóður
-Rafmagn, hiti og þráðlaust net innifalið í verði
-Hiti, rafmagn og internet innifalið í hússjóði.
-Bills included in rent (tvær eignir)

Eins og glöggir taka eftir þá eru margar auglýsingarnar aðeins á ensku.

Hver er leigan? Hvað kostar að leigja einn fermeter?

Eignirnar eru 9 – 44 fm að stærð og skekkja stúdíóíbúðirnar aðeins myndina.
Leiguverð er 90.000 – 250.000 kr. Og aftur skekkja stúdíóíbúðirnar aðeins myndina þegar bara leigufjárhæð er skoðuð. 

Þegar fermetraverð er skoðað er verðið 5.333 – 15.223 kr. fyrir hvern fm.

Ódýrast er þar 15 fermetra stúdíóherbergi á Hverfisgötu, sem leigist án án húsgagna. Hiti er innifalinn í leiguverði. Sameiginlegt baðherbergi ásamt sturtu. Þvottaaðstaða í sameign. Ekki er full lofthæð í rýminu og ekki er hægt að þinglýsa samningi. Ekki kemur fram hvort eldunaraðstaða fylgi íbúðinni, sameiginlegt eldhús og/eða stofa.

Dýrasta leigan er 9 fm herbergi á Lokastíg í miðbæ Reykjavíkur, fullbúið húsgögnum og leggja þarf einnig fram mánuð í tryggingu. Reikningar eru þó innifaldir í leigunni og er þá líklega átt við bæði rafmagn og hita. Herbergið er í íbúð deilt með öðrum, ekki kemur fram hversu mörg leiguherbergin eru, hvort það er eldhús, stofa, þvottahús og/eða baðherbergi til staðar, en gera verður ráð fyrir að það síðastnefnda sé að minnsta kosti á staðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“