fbpx
Fimmtudagur 04.júlí 2024
Fréttir

Heimilismanni hjúkrunarheimilis bannað að reykja á herbergi sínu – Réttur starfsfólks talinn vega þyngra

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. júní 2024 12:00

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi á ónefndu hjúkrunarheimili kvartaði yfir því til Umboðsmanns Alþingis að mega ekki reykja inni á herberginu sínu og vísaði meðal annars til þess að í lögum um tóbaksvarnir kæmi fram að íbúðarherbergi heimilisfólks á hjúkrunar- og dvalarheimilum væru undanþegin banni við reykingum.

Sveitarfélagið, sem rekur hjúkrunarheimilið, er ekki nefnt á nafn, en það byggði reykingabannið á rétti starfsfólks til reyklauss umhverfis. Starfsfólkið þyrfti að sinna daglegri þjónustu inni á herbergjum íbúa.

Í áliti sínu segist Umboðsmaður Alþingis ekki geta gert athugasemd við ákvörðun sveitarfélags um að banna reykingar íbúa á hjúkrunarheimili, en þó verði að hafa í huga að herbergi séu heimili fólks.

Íbúinn hafði áður leitað til Umboðsmanns þar sem hjúkrunarforstjóri hjúkrunarheimilisins brást ekki við kvörtun íbúans vegna málsins. Lauk Umboðsmaður því máli þar sem hjúkrunarforstjórinn svaraði íbúanum með tölvupósti. Þar sem íbúinn var ekki sáttur við bannið leitaði hann því aftur til Umboðsmanns.

Í álitinu kemur fram að reykingabannið hefði grundvallast á mati á loftræstingu og loftgæðum í einstökum rýmum og að tóbaksreykingar á herbergjum væru ekki mögulegar án þess að þær spilltu loftgæðum annarra sem þar dveldust eða störfuðu. Þá hefðu verið gerðar ráðstafanir til þess að íbúar gætu reykt í sérstakri aðstöðu utan herbergja sinna. Taldi umboðsmaður því ekki forsendur til að gera athugasemdir við þá efnislegu ákvörðun sveitarfélagsins að fallast ekki á beiðni íbúans um undanþágu til reykinga inni á eigin herbergi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lára er með skilaboð til ökumanna bifreiða – „Miðaldra hjón á mótorhjóli eru ekki ógn við þig í umferðinni – þú ökumaður bifreiðar ert ógnin“

Lára er með skilaboð til ökumanna bifreiða – „Miðaldra hjón á mótorhjóli eru ekki ógn við þig í umferðinni – þú ökumaður bifreiðar ert ógnin“
Fréttir
Í gær

Heiðrún hvetur til varkárni í samskiptum við makann á Messenger – Þetta er ástæðan

Heiðrún hvetur til varkárni í samskiptum við makann á Messenger – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Hálendisvakt kom fótbrotnum göngumanni til bjargar

Hálendisvakt kom fótbrotnum göngumanni til bjargar
Fréttir
Í gær

Elliði segir sveitarfélög bera ábyrgð á háu húsnæðisverði – „Skara eld að eigin köku á kostnað heimilanna í landinu“

Elliði segir sveitarfélög bera ábyrgð á háu húsnæðisverði – „Skara eld að eigin köku á kostnað heimilanna í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjófagengi grunað um að stela 20 milljónum á ári frá skátunum – „Erlendir menn eru hreinlega sendir hingað í þetta“

Þjófagengi grunað um að stela 20 milljónum á ári frá skátunum – „Erlendir menn eru hreinlega sendir hingað í þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar