fbpx
Fimmtudagur 04.júlí 2024
Fréttir

Þorvaldi og Veðurstofunni ber ekki saman: Er nýtt gos væntanlegt eða hættir að gjósa í Sundhnúkagígaröðinni?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. júní 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan sendi fyrir helgi frá sér tilkynningu um að landris í Svartsengi haldi áfram með auknum hraða og nýtt kvikuhlaup eða eldgos sé líklegt á næstu vikum.

„Nýj­ustu af­lög­un­ar­mæl­ing­arn­ar (bæði GNSS og InS­AR gervi­tungla­mynd­ir) sýna að landrísið und­ir Svartsengi held­ur áfram. Hraði landris­ins jókst eft­ir að gosi lauk og er nú orðin meiri en það sem mæld­ist fyr­ir gosið sem hófst 29. maí. Hraða af­lög­un­ar má túlka sem að kvikuinn­streymi inn í kviku­hvolfið á 4-5 km dýpi haldi áfram,“ sagði í tilkynningunni.

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur þessari tilkynningu Veðurstofunnar með fyrirvara. Telur hann að ekki muni gjósa á næstunni í Sundhnúkagígum. Þetta kemur fram í viðtali Þorvaldar við mbl.is.

Þorvaldur segir:

„Landris í Svartsengi hófst um það bil fjór­um dög­um eft­ir að síðasta eld­gos hófst, en það hef­ur verið nokkuð hægt fram til þessa. Ég sé hins­veg­ar enga aukn­ingu í landrisi út frá þeim gögn­um sem ég hef und­ir hönd­um og get ekki séð að landrisið sé á sama hraða og það var í aðdrag­anda fyrri eld­gosa. Því tek ég þessu öllu með fyr­ir­vara.“

Segist Þorvaldur ekki fullyrða að túlkun Veðurstofunnar sé röng en segir að fleiri þættir spili inn í varðandi það hvort gjósa fari á næstunni. Til að mynda komi nýtt gos í Svartsengi aðeins til greina ef grynnra kviku­hólfið þar und­ir fyll­ist að þol­mörk­um, en Þor­vald­ur seg­ir ólík­legt að það ger­ist í bráð.

Þorvaldur segir allt eins líklegt að öll eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni sé lokið. Það sé ein túlkunin á þeim gögnum sem liggja fyrir. „Við vit­um ekk­ert hvernig píp­urn­ar eru þarna niðri. Ef við horf­um á stærri mynd­ina þá hef­ur dreg­ist jafnt og þétt úr flæði úr dýpra kviku­hólf­inu í hið grynnra. Sam­drátt­ur á kviku­streymi í grynnra kviku­hólfið er hraðari en aukn­ing á landris­inu í Svartsengi. Miðað við það er al­veg eins lík­legt að það hætti að gjósa þarna,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lára er með skilaboð til ökumanna bifreiða – „Miðaldra hjón á mótorhjóli eru ekki ógn við þig í umferðinni – þú ökumaður bifreiðar ert ógnin“

Lára er með skilaboð til ökumanna bifreiða – „Miðaldra hjón á mótorhjóli eru ekki ógn við þig í umferðinni – þú ökumaður bifreiðar ert ógnin“
Fréttir
Í gær

Heiðrún hvetur til varkárni í samskiptum við makann á Messenger – Þetta er ástæðan

Heiðrún hvetur til varkárni í samskiptum við makann á Messenger – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Hálendisvakt kom fótbrotnum göngumanni til bjargar

Hálendisvakt kom fótbrotnum göngumanni til bjargar
Fréttir
Í gær

Elliði segir sveitarfélög bera ábyrgð á háu húsnæðisverði – „Skara eld að eigin köku á kostnað heimilanna í landinu“

Elliði segir sveitarfélög bera ábyrgð á háu húsnæðisverði – „Skara eld að eigin köku á kostnað heimilanna í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjófagengi grunað um að stela 20 milljónum á ári frá skátunum – „Erlendir menn eru hreinlega sendir hingað í þetta“

Þjófagengi grunað um að stela 20 milljónum á ári frá skátunum – „Erlendir menn eru hreinlega sendir hingað í þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar