fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fréttir

Í dag byrjar þú að fá útborgað

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. júní 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útborgunardagurinn 2024 er í dag, þann 27. júní. Frá þessum degi byrjar starfsmaður að vinna fyrir útborguðum launum, en frá áramótum þar til nú hefur hann unnið fyrir sköttum, réttindum og lífeyrissparnaði. 

Í dag, þann 27. júní, byrjar starfsmaður í fullu starfi að fá útborgað fyrir vinnu sína. Þetta er niðurstaða nýrrar úttektar Viðskiptaráðs á launafleygnum svokallaða, sem er mismunurinn á launakostnaði fyrirtækis og útborgaðra launa starfsmanns. 

Helmingur fer í annað en útborguð laun 

Fyrirtæki þarf í dag að leggja út rúma milljón króna til að greiða starfamanni 719 þúsund krónur í mánaðarlaun, sem voru miðgildi launa 2023. Eftir tekjuskatt og lífeyrisgreiðslur fær starfsmaðurinn síðan 522 þúsund krónur útborgaðar. Af launakostnaði fyrirtækja fer því tæpur helmingur í skatta, lífeyrisgreiðslur og önnur réttindi. 

Umreiknað í fjölda daga fæst niðurstaðan að fyrstu 178 dagar þessa árs hafa farið í að vinna fyrir öðru en útborguðum launum. Þannig má segja að starfsmaður sem vinnur allt árið hafi einungis unnið fyrir sköttum, réttindum og lífeyrisgreiðslum frá áramótum til loka gærdagsins – og byrji í dag að vinna fyrir útborguðum launum.  

Mynd: Viðskiptaráð

Birta mætti launaseðilinn í heild 

Meirihluti launafleygsins fellur á fyrirtækið, eða um 60%. Þar vega þyngst mótframlag í lífeyrissjóð, tryggingagjald og orlof. Um 40% falla síðan á starfsmanninn í formi tekjuskatts, útsvars og lífeyrissparnaðar. Allir þessir kostnaðarliðir lækka útborguð mánaðarlaun. Þar skiptir ekki máli hvort þeir séu greiddir af fyrirtækinu eða starfsmanninum. 

Viðskiptaráð hvetur fyrirtæki til að uppfæra launaseðla þannig að allur launafleygurinn sé þar sýnilegur. Með þeim hætti getur starfsfólk séð alla liði sem valda því að útborguð laun þeirra lækka, sem eykur gagnsæi og traust. Þá mættu fyrirtæki einnig sundurliða útsvar sérstaklega, svo starfsfólk sjái hve hár hluti skatta fer til ríkis og sveitarfélaga. 

Framsetning launaseðla er frjáls á Íslandi, svo lengi sem ákvæði kjarasamninga um upplýsingagjöf eru uppfyllt, svo fyrirtæki geta gert þessa breytingu í dag. 

Mynd: Viðskiptaráð

Mörg tækifæri til að flýta útborgunardeginum 

Launafleygurinn samanstendur af sköttum, lífeyrisgreiðslum og ýmsum réttindum. Tækifæri eru til að draga úr umfangi allra þessara flokka:  

  • Lækkun skatta: Af öllum launum þarf að greiða tekjuskatt, útsvar og tryggingagjald. Lækkun allra þriggja um 1 prósentustig myndi hækka útborguð laun um 19.900 kr. á mánuði.
  • Lækkun skyldulífeyris: Síðustu ár hafa greiðslur í lífeyrissjóði hækkað og eru nú að lágmarki 15,5% af launum.  Lækkun skyldubundins lífeyrissparnaðar um 2 prósentustig myndi hækka útborguð laun um 14.500 kr. á mánuði. 
  • Afnám desember- og orlofsuppbóta: Í kjarasamningum er kveðið á um að ákveðinn hluti launa skuli vera greiddur á tilteknum tíma árs. Að mati Viðskiptaráðs ætti að afnema þessar eingreiðslur og hækka mánaðarlaun á móti. Það myndi hækka útborguð laun um 13.700 kr. á mánuði. 

Með þessum aðgerðum mætti flýta útborgunardegi næsta árs og gera starfsfólki þannig kleift að byrja fyrr að vinna fyrir útborguðum launum. Hér geta bæði stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar lagt sitt af mörkum.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað kostar að leigja herbergi í höfuðborginni? – Má bjóða þér 9 fm fyrir 137 þúsund í 101?

Hvað kostar að leigja herbergi í höfuðborginni? – Má bjóða þér 9 fm fyrir 137 þúsund í 101?
Fréttir
Í gær

50 ár frá því að lögreglukonur klæddust einkennisbúningi í fyrsta sinn

50 ár frá því að lögreglukonur klæddust einkennisbúningi í fyrsta sinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skattsvikara meinað að vera stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í einkahlutafélögum

Skattsvikara meinað að vera stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í einkahlutafélögum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kínverjar hóta að taka taívanska sjálfstæðissinna af lífi

Kínverjar hóta að taka taívanska sjálfstæðissinna af lífi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn kolfelldu kjarasamning

Lögreglumenn kolfelldu kjarasamning
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna segir verðandi feðrum mismunað – „Svar fyrirtækisins var að þessi vernd gildi einungis fyrir konur“

Erna segir verðandi feðrum mismunað – „Svar fyrirtækisins var að þessi vernd gildi einungis fyrir konur“