fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fréttir

Julian Assange játar sig sekan og verður ekki framseldur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. júní 2024 07:03

Julian Assange. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, getur loks um frjálst höfuð strokið eftir að samkomulag náðist við bandarísk stjórnvöld um að hann játi sekt sína og hljóti frelsi í staðinn.

Bandarísk yfirvöld hafa árum saman reynt að fá Assange framseldan frá Bretlandi til Bandaríkjanna vegna leka á gögnum um stríðin í Afganistan og Írak.

Assange yfirgaf Bretland í gærkvöldi og í frétt BBC í morgun kemur fram að flugvél með hann innanborðs hafi lent í Bangkok í morgunsárið. Þar mun vélin taka eldsneyti áður en henni verður flogið áfram til Norður-Maríanaeyja í Vestur-Kyrrahafi en eyjarnar eru bandarískt samveldisríki.

Samkvæmt BBC mun Assange játa að hafa brotið lög um njósnir en ekki þurfa að sitja í fangelsi. Að því loknu mun hann fara til Ástralíu.

Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, sagði á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi að margra ára barátta sé loksins að skila árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ljósmyndari Hvíta hússins leysir frá skjóðunni um Joe Biden

Ljósmyndari Hvíta hússins leysir frá skjóðunni um Joe Biden
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Óeðlilega há dánartíðni meðal ungs fólks – Telja að eftirköstum COVID-19 sé um að kenna

Óeðlilega há dánartíðni meðal ungs fólks – Telja að eftirköstum COVID-19 sé um að kenna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“