fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fréttir

Bandalagsríki Rússlands selur skotfæri sem enda hjá úkraínska hernum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júní 2024 07:30

Úkraínskir hermenn á vígvellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serbía hefur aukið sölu á skotfærum til Vesturlanda. Þetta styrkir úkraínska herinn því hann fær hluta af þessum skotfærum.

Financial Times skýrir frá þessu og segir að frá upphafi stríðsins hafi Úkraína fengið serbnesk skotfæri að verðmæti 800 milljóna evra.

Þetta gerist þrátt fyrir að Serbía sé annað tveggja Evrópuríkja sem ekki hafa tekið þátt í refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi og raunar er samband Serbíu og Rússlands gott.

Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, segir ekkert athugavert við að serbnesk skotfæri enda hjá úkraínska hernum og séu notuð gegn rússneskum hermönnum. „Þetta er hluti af endurreisn efnahags okkar og er mikilvægt fyrir okkur. Já, við seljum skotfæri úr landi. Við getum ekki flutt þau til Úkraínu eða Rússlands . . . En við erum með marga samninga við Bandaríkjamenn, Spánverja, Tékka og fleiri. Hvað þeir gera síðan við skotfærin, er þeirra mál,“ sagði forsetinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ljósmyndari Hvíta hússins leysir frá skjóðunni um Joe Biden

Ljósmyndari Hvíta hússins leysir frá skjóðunni um Joe Biden
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Óeðlilega há dánartíðni meðal ungs fólks – Telja að eftirköstum COVID-19 sé um að kenna

Óeðlilega há dánartíðni meðal ungs fólks – Telja að eftirköstum COVID-19 sé um að kenna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“