fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fréttir

Beit „talsvert stóran bita“ úr eyra manns á skemmtistaðnum Kiki

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. júní 2024 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í dagbók sinni í morgun að tveir voru í nótt handteknir eftir stórfellda líkamsárás þar sem meðal annars var bitið eyra af manni.

Nú hefur lögregla gefið skýrari mynd af atvikinu en í samtali við Vísi segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Hverfisgötu, að átökin hafi átt sér stað rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og ekki hafi verið um slagsmál að ræða heldur líkamsárás þar sem tveir ráðast á einn.

„Það eru slagsmál þarna þar sem tveir ráðast að einum og enda á því að einn gerandinn bítur í annað eyra þolandans. Hann bítur talsvert stóran bita úr eyranu.“

Þolandinn er ekki alvarlega særður, fyrir utan að hafa tapað hluta úr öðru eyra, en viðkomandi er þó marinn og aumur. Átökin hófust að sögn lögreglu með orðaskaki sem endaði með framangreindum hætti.

Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi, segir í samtali við mbl.is að atvikið átti sér stað inni á salerni á skemmtistaðnum Kiki. Gerendur og þolandi séu allir karlmenn í kringum fimmtugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ljósmyndari Hvíta hússins leysir frá skjóðunni um Joe Biden

Ljósmyndari Hvíta hússins leysir frá skjóðunni um Joe Biden
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Óeðlilega há dánartíðni meðal ungs fólks – Telja að eftirköstum COVID-19 sé um að kenna

Óeðlilega há dánartíðni meðal ungs fólks – Telja að eftirköstum COVID-19 sé um að kenna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“