Sigrún Ýr Gylfadóttir greindist með krabbamein fyrir rúmu ári síðan í lifur og ristli. Fór hún í fjölda aðgerða þar sem meðal annars 30 sm af ristli var fjarlægður og 25% af lifrinni, ásamt því að fara í langa og erfiða lyfjameðferð.
Læknar töldu sig hafa náð öllu meininu og fékk Sigrún Ýr grænt ljós á að hún væri laus við meinið. Fimm mánuðum síðar kom hins vegar í ljós að krabbameinið hafði dreift sér um allan líkama, eitla, bein og fleira.
Vinkonur Sigrúnar Ýrar hafa stofnað söfnun fyrir hana á GoFundMe og setja þær markmiðið á að safna 250 þúsund sænskum krónum, sem er um þrjár milljónir íslenskra króna.
Segir frænku sína algjöran gullmola
Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, deilir söfnuninni, en hún og Sigrún Ýr eru systradætur. Í samtali við DV segir Gerður um frænku sína: „Hún er algjör gullmoli. Hún er búin að vera tekjulaus í rúmlega tvö ár. Og langar að komast aftur í C vítamín meðferð sem hún hefur farið í og hjálpaði henni mikið en fær ekkert niðurgreitt.“
Í færslu á Facebook segir Gerður:
„Átt þú eftir að gera góðverk í júní ?
Hérna er þitt tækifæri …
Við fjölskyldan höfum ákveðið að stofna til söfnunar fyrir Sigrúnu Ýr, en eins og mörg ykkar vita greindist Sigrún með krabbamein í ristli og lifur árið 2022 aðeins 31 árs gömul.
Sigrún fór í fjölda aðgerða þar sem t.d. 30cm af ristli var fjarlægður og 25% af lifrinni. Ásamt því að fara í langa og erfiða lyfjameðferð.
Læknarnir töldu sig hafa náð öllu og fékk Sigrún grænt ljós að hún væri laus við allan krabba, en því miður kom annað í ljós 5 mánuðum seinna þar sem krabbinn hafði dreift sér um allan líkama, eitla, bein og fleira.
Sigrún á því miður ekki rétt á neinum bótum eða sjúkrapeningum þar sem hún bjó á Spáni í rúmlega ár áður en hún greindist og hafa því síðustu 2 ár verið ansi strembin fjárhagslega ofan á allt hitt.
Sigrún er í lyfjameðferð í Svíþjóð og þarf að ferðast langar vegalengdir til að sækja þá meðferð á 2 vikna fresti sem þeir vona að geti hægt á vexti krabbans.
Sigrún er að takast á við eitt erfiðasta verkefni sem nokkur getur ímyndað sér og ekki á bætandi að hún þurfi að hafa fjárhagsáhyggjur á þessum tíma ofan á veikindin.
Við vonumst því til að þessi söfnun geti létt undir og hjálpað Sigrúnu að greiða þann kostnað sem hún stendur í þessa stundina vegna veikinda.“
„Enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem ástvinur okkar er að takast á við núna. Og enginn ætti að þurfa að missa einhvern með þessum hætti, sérstaklega ekki oftar en einu sinni. Þetta er barátta fyrir svo marga og við hin getum aðeins verið til staðar og stutt, og það er það sem við viljum gera núna og við erum að biðja um alla þá hjálp sem við getum fengið. Við viljum halda ástkæru Sigge okkar,“ segir í söfnuninni á GoFundMe.
„Ótrúlegasta stelpa sem við höfum kynnst og heiður að kalla hana bestu vinkonu okkar.
Hún er með hjarta úr gulli og hugsar alltaf um alla í kringum sig áður en hún setur sjálfa sig í fyrsta sæti.“
Eins og áður kom fram bjó Sigrún Ýr á Spáni í eitt ár, þaðan flutti hún til Svíþjóðar til kærasta síns en þau voru nýbúin að kynnast. Nokkrum dögum seinna fann hún kökk á maganum sem kærastinn hennar sagði henni að láta athuga. Sigrún var greind með krabbamein á nokkrum stöðum og fyrsta árið eftir það hefur afmarkast það af aðgerðum á lifur og ristli og mikilli lyfjameðferð. Ári síðar sögðu læknarnir að þetta liti allt vel út.
„Árla morguns kemur símtalið sem ég óttaðist; „krabbameinið hefur breiðst út. Það er ólæknandi. Þeir gefa mér þrjár ár ólifað. Algjörlega niðurbrotin Sigge á FaceTime,“ segir Melinde vinkona hennar.
„Það eina sem Sigrún vill er að lifa. Við öll í kringum hana viljum að hún lifi. Hana dreymir um að fá að gifta sig einn daginn, geta búið til sína eigin litlu fjölskyldu, að geta lifað fullkomlega eðlilegu lífi sem samanstendur ekki af sjúkrahúsinnlögnum og sársauka.“
Þar sem Sigrún Ýr bjó á Spáni og vann ekki í Svíþjóð árið fyrir veikindin á hún engan bótarétt í Svíþjóð, þrátt fyrir að hafa búið þar fyrir veikindin og búsetuna á Spáni og verið á sænskum vinnumarkaði.
„Öll fæðubótarefnin, allar meðferðirnar sem hún velur að prófa kosta gífurlega mikla peninga og nú eru peningarnir að klárast. Hún hefur verið á 10 daga kúr með háskammta c-vítamín í bláæð (auk annarra d-vítamín, fjölvítamín og glútaþíon) sem hefur sýnt góðan árangur, en hver meðferð kostar tæpar 50.000 sænskar krónur. Talið er að hún þurfi að í nokkrar meðferðir til viðbótar til að halda krabbameininu í skefjum.
Tíminn tifar og við neitum að missa ástkæran vin okkar.Við biðjum ykkur öll um hjálp núna, hjálpaðu okkur að hjálpa ástkærri vinkonu okkar. Hjálpaðu móður að þurfa ekki að missa dóttur. Félaga að missa lífsförunaut sinn. Hjálpaðu Siggu okkar að sigra þetta helvítis krabbamein.“
Melinda vinkona Sigrúnar Ýrar segir móður sína hafa gengið í gegnum sömu meðferð og það hafi gefið þeim mæðgum fjögur auka ár saman. Segir hún hverja krónu mikilvæga í söfnuninni fyrir Sigrúnu Ýr og skipta máli.
Þeir sem hafa tök á og vilja leggja söfnuninni lið geta farið inn á GoFundMe og lagt inn upphæð að eigin vali. Margt smátt gerir eitt stórt.
SWISH fyrir framlög: +46 73-593 92 77