fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Segir að Rússar geti gert raforkukerfi vestrænna ríkja óvirk á einu síðdegi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. júní 2024 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú vaknar um miðja nótt við að ljósið í svefnherberginu kviknar skyndilega. Eftir smá stund áttar þú þig á að rafmagnið var að koma á aftur. Þú flýtir þér fram og setur þvott í vélina og kveikir á uppþvottavélinni. Ferð síðan upp í aftur, slekkur ljósið og ferð að sofa. Þegar þú vaknar um morguninn tekur þú farsímann og sérð að hann hefur ekki hlaðist mikið. Þá veistu að dagurinn byrjar án rafmagns. Síminn nær heldur ekki sambandi við 4G kerfið nema í örstutta stund inn á milli.

Svona er að búa við sífelldar rafmagnstruflanir og þær hafa þau áhrif á farsímakerfið að það hrynur á endanum.

Þetta er staða sem milljónir Úkraínubúa búa við alla daga, líka þeir sem búa í friðsömustu hlutum landsins.

Þetta er staða sem gæti komið upp í Vestur-Evrópu að sögn Oleksandr Khartjenko, úkraínsks sérfræðings í orkumálum. Hann segir að ef Rússar vilji, þá geti þeir gert raforkukerfin í Evrópu óvirk á einu síðdegi.

Í samtali við Jótlandspóstinn sagði hann að hann þurfi þrjá dróna og svolítið af sprengiefni til að gera 70% af raforkukerfunum í Evrópu óvirk. Það muni síðan taka nokkrar vikur að koma þeim í lag á nýjan leik. Hann sagði að ef hann geti eyðilegt stóran hluta af vesturevrópska raforkukerfinu, þá geti Rússar líka gert það og það sé eitthvað sem þeir hafi áhuga á að gera.

Hann hefur fylgst með stöðu raforkumála í Úkraínu í 20 ár og er forstjóri Energy Industry Research Center sem sinnir rannsóknum og ráðgjöf fyrir úkraínsku ríkisstjórnina varðandi orkumál.

Hann segir að öryggismálin tengd vesturevrópska raforkukerfinu séu mjög léleg. Víða séu öryggisverðir ekki með vopn og geti ekkert aðhafst ef dróni kemur fljúgandi hlaðinn sprengiefni.

„Enginn getur séð fyrir hvað Rússar gera næst. Þeir geta tekið upp á hverju sem er. Þú sérð hversu margir njósnarar eru afhjúpaðir. Þeir eru með diplómata sem geta flutt hvað sem er á milli landa án þess að vera stoppaðir. Þar á meðal sprengiefni,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna
Fréttir
Í gær

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“
Fréttir
Í gær

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum