fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Lögreglumenn undrandi á Andrési – „Svona ummæli gera fátt annað en að skapa úlfúð“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. júní 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn eru sagðir vera undrandi á ummælum Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, sem lýsti á dögunum vanþóknum á þeim öryggisráðstöfunum sem eru í kringum Bjarna Benediktsson forsætisráðherra.

„Það er ólíðandi að tveir sérsveitarmenn séu á sveimi í kringum þingsalinn í hvert sinn sem forsætisráðherra mætir á Alþingi. Þessi lögregluvæðing í kringum ríkisstjórnina er ógnvænleg þróun sem þarf að spyrna við. Enn verra er að heyra svör forseta Alþingis, sem segir að lögregla verði að fá að ráða þessu. Það er rangt: Forseti Alþingis ber sjálfur þessa ábyrgð og á að standa með sjálfstæði og stjórnarskrárbundinni friðhelgi Alþingis,“ sagði Andrés Ingi í færslu á Facebook-síðu sinni á föstudag í síðustu viku.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Fjölni Sæmundsson, formann Landssambands lögreglumanna, þar sem hann kveðst undrast þessa skoðun þingmannsins. Lögreglumenn hafi árum saman staðið vaktina í Alþingishúsinu, Stjórnarráðinu og á Bessastöðum og það sé ekkert nýtt við að lögregla gæti öryggis ráðamanna.

„Nauðsynlegur viðbúnaður er metinn af ríkislögreglustjóra og Andrés Ingi veit að sjálfsögðu ekki forsendur hans. Það verður að segjast hreint út – fyrir okkur lögreglumenn eru þessi ummæli þingmannsins algerlega ömurleg. Þetta er jú ekkert annað en fólk sem er að sinna sínum störfum. Það er ekki eins og lögreglan sé að biðja sérstaklega um að vera þarna,“ segir hann við Morgunblaðið.

„Svona ummæli gera fátt annað en að skapa úlfúð nema þetta séu einhverjar atkvæðaveiðar. Ég skil vel að fólk vilji búa í friðsömu samfélagi en þá verður auðvitað að vinna að því. Og Andrés Ingi er í aðstöðu til þess,“ segir Fjölnir.

Andrés segir við Morgunblaðið að lögreglumenn megi vel sitja inni á kaffistofu Alþingis eins og bílstjórar ráðherra gera. Þegar ráðherra sé kominn inn í þingsal setðji engin ógn að honum.

„Þessir lögreglumenn sem hafa það hlutverk sérstaklega að gæta öryggis forsætisráðherra hafa ekkert hlutverk á annarri hæð þinghússins í kringum þingsalinn. Þess vegna er eðlilegt að þeir, líkt og aðrir fylgihnettir ráðherrans, séu bara frammi í kaffi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“