fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Jose Luis veitingamaður á Caruso er látinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2024 12:11

Jose Luis Garcia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingamaðurinn Jose Garcia, sem þekktastur er fyrir rekstur veitingastaðarins Caruso í miðbænum,  varð bráðkvaddur í vikunni. Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, ekkja hans og samherji í veitingarekstrinum, tilkynnti um fráfall hans í gærkvöldi og segir það hafi komið flatt upp á alla en eiginmaður hennar hné skyndilega niður. Vísir greindi fyrst frá andlátinu.

Jose Garcia var fæddur 1961 og er frá Hondúras. Í viðtali á Hringbraut árið 2017 lýsti hann því hvernig hann kom fyrst til Íslands sem skiptinemi árið 1985. Röð atburða leiddi til þess að hann endaði á Akureyri og bjó þar við þröngan kost. Var hann meðal annars matarlaus dögum saman. Hagur hans vænkaðist hins vegar og að endingu varð hann íslenskur ríkisborgari.

Eins og áður segir var Jose þekktastur fyrir rekstur Caruso þar sem boðið var upp á dýrindis ítalskan mat. Staðurinn var lengi vel staðsettur við Bankastræti en eftir deilur við eigendur húsnæðisins, sem rötuðu í fjölmiðla, var staðurinn fluttur í Austurstræti.

Jose lætur eftir sig eiginkonuna Þrúði og þrjú börn. Elst er Veronica, Alexis var í miðjunni og yngst var Samantha.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla