Spænskir fjölmiðlar greina frá málinu, þar á meðal Levante-EVM, sem segir að íslenski ferðamaðurinn hafi hlotið áverka á innanverðu læri. Betur fór þó en á horfðist þar sem stungan lenti ekki á slagæð sem liggur í gegnum fótlegginn. Var íslenski ferðamaðurinn fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.
Í frétt Levante-EMV er birt myndband af atvikinu en í fréttinni kemur fram að lögreglumaður og áhorfendur hafi náð að beina athygli nautsins annað og var Íslendingnum komið til bjargar skömmu síðar.