fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Ekki tekst að uppfylla húsnæðisþörf á árinu og biðlistar langir

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2024 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur endurskoðað og staðfest húsnæðisáætlanir hjá 62 sveitarfélögum fyrir árið 2024. HMS áætlar að fullbúnar íbúðir verði alls 3.020 í lok árs 2024 en húsnæðisþörfin er töluvert meiri, eða 4.208 fyrir 2024. Ólíklegt telst því að þessi þörf ársins verði uppfyllt.

Fjölga þarf íbúðum um 15,1 prósent næstu fimm árin, eða að meðaltali um tæplega 4.700 samkvæmt miðspá húsnæðisáætlunar sveitarfélaganna. Áætluð íbúðaþörf næstu tíu árin er um 45.000 íbúðir, en mest vantar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er um 15.600 íbúðir á næstu fimm árum.

Þessa áætlun byggja sveitarfélögin á eigin mannfjöldaspá. Sveitarfélögin áætlað að úthluta lóðum fyrir 8.902 íbúðir á þessu ári þar sem 6.473 eru í fjölbýlum, 1.423 í einbýlum og 1.423 í par- eða raðhúsum. Um 46 prósent þessara íbúða eru úthlutaðar á lóðum sem eru þegar byggingarhæfar.

Tvö sveitarfélög hafa ekki skilað inn áætlun en það er Grindavíkurbær, vegna aðstæðna, og svo Tálknafjarðarhreppur sem hefur nú sameinast Vesturbyggð og mun sameinað sveitarfélag vinna nýja áætlun fyrir árið 2025. Reiknað er með fjölgun íbúa um 10,8 prósent næstu fimm ár og 21,7 prósent næstu tíu ár. Til samanburðar hefur íbúum landsins fjölgað um 9,9 prósent síðustu fimm ár.

Ef horft er á Reykjavíkurborg, þar sem helst vantar íbúðir, má af húsnæðisáætlun sjá eftirfarandi:

  • Biðlistar eftir húsnæði:
    • 797 á biðlista eftir félagslegu húsnæði
    • 3.600 á biðlista eftir leiguíbúðum fyrir tekju- og eignalága
    • 192 á biðlista eftir búsetuúrræði
    • 119 á biðlista eftir leiguíbúðum fyrir eldri borgara
    • 672 á biðlista eftir námsmannaíbúð
    • Enginn á biðlista eftir búseturéttaríbúð.
  • 100% nýrra íbúða til ársins 2040 mun rísa innan núverandi þéttbýlismarka borgarinnar, auk íbúða sem rísa innan Grundahverfis á Kjalarnes. Svæði sem gegn lykilhlutverki við þróun borgarinnar á næstu árum:
    • Ártúnshöfði og Elliðaárvogur
    • Gufunes
    • Skerjafjörður
    • Leirtjörn
    • Keldur
    • Uppbyggingareitir á þróunarásnum Krossmýrartorg-Kvos
  • Að mati Reykjavíkurborgar þá annar sveitarfélagið eftirspurn eftir lóðum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Í gær

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng