fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Danir eiga að geta bjargað sér sjálfir í þrjá daga ef neyðaraðstæður koma upp

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2024 08:00

Þessi preppari hefur komið sér upp miklum birgðum. Mynd:realtor.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef til neyðarástands kemur, til dæmis af völdum blendingshernaðar eða náttúruhamfara, eiga íbúar í Danmörku að geta bjargað sér sjálfir í þrjá daga. Þeir eiga að eiga vatn, mat og lyf sem duga í þrjá daga.

Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra, skýrði frá þessu á laugardaginn. Hann kynnti þá í fyrsta sinn nýjar ráðleggingar yfirvalda á þessu sviði.

„Við eigum að eiga vatn og mat sem dugir í þrjá daga. Við þurfum að eiga nauðsynleg lyf og skyndihjálparbúnað. Tryggja að við getum haldið hita á húsum okkar þegar kalt er og tryggja að við komumst af án rafmagns,“ sagði Poulsen.

Helsta ástæðan fyrir þessum ráðleggingum er auðvitað sú ógn sem stafar frá herskáu Rússlandi undir forystu Vladímír Pútín.

Ráðleggingarnar byggja á hættumati frá yfirvöldum og leyniþjónustustofnunum.

Ekki er talin hætt á að hefðbundinni hernaðarárás á Danmörku en ekki er talið útilokað að landið verði fyrir blendingsárás sem gæti til dæmis lamað raforkukerfið.

Poulsen sagði mikilvægt að hafa í huga að væntanlega þurfi fólk ekki að grípa til þessara neyðarbirgða en það sé samt sem áður mikilvægt að vera undir það búinn að til neyðarástands komi.

Upplýsingaherferð verður nú hrundið af stað til að segja landsmönnum hvernig þeir eiga að búa sig undir hugsanlegt neyðarástand. Mikilvægt er að almenningur sé undir það búinn, því það mun auðvelda starf yfirvalda ef til neyðarástands kemur.

Dönsku almannavarnirnar hafa birt uppfærðan gátlista fyri það sem fólk á að eiga heima hjá sér til að geta bjargað sér sjálft.

  • Vatn – um þrjá lítra á hvern einstakling á sólarhring
  • Mat með langt geymsluþol og sem er auðvelt að elda
  • Nauðsynleg lyf og skyndihjálparkassa
  • Teppi, sængur og fatnað til að halda á sér hita
  • Nauðsynlegar hreinlætisvörur á borð við klósettpappír, bleiur, dömubindi og túrtappa
  • Hleðslubanka, vasaljós, rafhlöður, greiðslukort og reiðufé
  • FM-útvarp sem er rafhlöðu- eða sólarorkuknúið eða handknúið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör