Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að 48 leigubílstjórar eigi yfir höfði sér kæru vegna brota á leyfisreglum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en þar kemur fram að viðamiklu eftirliti með leigubólum hafi verið haldið úti í miðborginni um helgina. Lögreglan kannaði þá með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Í tæplega helmingi tilfella voru gerðar athugasemdir vegna grunsemda um brot á lögum, eins og áður segir.
Þá hafa 32 leigubílstjórar einnig verið boðaðir til að mæta í skoðun með ökutæki sín.
Eftirlitinu verður haldið áfram en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar lögreglumanna frá lögregluliðunum á Vesturlandi og Suðurlandi við þetta eftirlit um helgina, auk þess sem fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu voru með í för.