Fimm ferðamenn hafa týnst á grískum eyjum eftir að sjónvarpslæknirinn heimsfrægi, Michael Mosley, lést á eyjunni Symi í byrjun júní. Talið er að Mosley hafi yfirbugast í göngu í gríðarlegum hita á eyjunni.
Tveir af þessum fimm ferðamönnum hafa þegar fundist látnir. Fyrst fannst hollenskur ferðamaður látinn í gili á grísku eyjunni Samos og í kjölfarið var tilkynnt um andlát bandarísks ferðamanns á eyjunni Mathraki, nærri Corfu.
Þá stendur leit yfir af tveimum frönskum konum annars vegar og hins vegar Bandaríkjamanni á Hringeyjunum Sikinos og Amargos, skammt frá Aþenu. Talið er að öll þessi andlát og mannshvörf megi rekja til hitabylgju sem að riðið hefur yfir Grikkland undanfarið en hitinn hefur víða farið yfir 40 stig. Þykir það sögulegt að hitinn sé orðinn svo mikill í júní.
Ferðamönnum, sem eru óvanir miklum hita, er ráðlagt að fara varlega varðandi krefjandi gönguferðir eða hreyfingu í svo miklum hita.