fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Fréttir

Biðjast afsökunar á framferði sundlaugavarða í Kópavogslaug – „Hef aldrei lent í jafn miklum viðbjóði og dónaskap“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2024 13:43

Frá Sundlaug Kópavogs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn Sundlaugar Kópavogs hafa beðist afsökunar á framferði tveggja sundlaugavarða um helgina en mikil ólga braust út á samfélagsmiðlum þegar ung móðir greindi frá afar neikvæðri upplifun sinni eftir heimsókn um nýliðna helgi.

Ágústa Björk birti færslu í Facebook-hópnum Mæðratips! þar sem hún rakti heimsókn sína í Kópavogslaug um helgina. Gaf hún DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um málið. 

„Hef aldrei lent í jafn miklum viðbjóði og dónaskap og í starfsfólkinu Sundlaug Kópavogs í kvöld,“ sagði Ágústa Björk og lýsti því svo hvernig tveir sundlaugaverðir hafi staðið yfir sér, vinkonu sinni og dætrum þeirra þegar þær voru að klæða sig í búningsklefanum þegar enn voru 8 mínútur í að sundlauginni yrði lokað.

Ágústa Björk segist hafa spurt sundlaugarverðina af hverju þær hafi staðið yfir þeim með þessum hætti enda hafi sér fundist það mjög óþægilegt. Þá hafi viðkomandi hreytt í hana eftirfarandi orðum:  „Ég stend þar sem ég vil þú ræður því ekki” og henni bent á að stutt væri í lokun.

Leið illa með framkomuna

Þá hafi annar sundlaugarvörðurinn skipað dætrunum, fjögurra og fimm ára, að fara fram og klæða sig í skó og síðar bannað stúlkunum að koma aftur inn í klefann til mæðra sinna.

Í færslu Ágústu Bjarkar kemur fram að henni hafi liðið mjög illa með framkomu sundlaugavarðanna sem hafi haldið áfram að skammast í sér þrátt fyrir að hún hafi verið hætt að svara þeim. Þá hafi sundlaugaverðirnir sakað hana sjálfa um dónaskap og tilkynnt henni að hún væri ekki velkomin aftur í laugina.

„Ég er hálfnakin í frekar vulnerable stöðu með tvær fullklæddar konur að stara á mig? Segir það ekki soldið mikið? Er taktíkin að reka eftir sundlaugargestum með því að standa óþægilega nálægt þeim að stara á þau morðaugum þannig að þau flýta sér ?” spyr Ágústa Björk í færslu sinni.

Segist hún fara mjög mikið í sund í hinar ýmsu laugar á höfuðborgarsvæðinu en aldrei upplifað viðlíka hegðun starfsmanna.

Færsla hennar hefur vakið mikla athygli og hafa fjölmargir aðrar konur  stigið fram og sagst hafa upplifað svipaða hegðun sundlaugavarða í kvennaklefa Kópavogslaugar. Þar sé einhver pottur brotin.

Yfirmaður Sundlaugarinnar greip þá til þess ráðs að biðja Ágústu Björk afsökunar á framkomunni. „Talað hefur verið við umrætt starfsfólk og verklagsreglum breytt. Framkoma þessi er ófyrirgefanleg og munum við virkilega reyna að gera betur,” segir í svarinu sem birtist undir færslu Ágústu Bjarkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir íslenskan almenning ekki ætla að borga brúsann – „Þangað til ætlum við ekkert að sturta þessu samfélagi niður“

Segir íslenskan almenning ekki ætla að borga brúsann – „Þangað til ætlum við ekkert að sturta þessu samfélagi niður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aftur efnt til undirskriftasöfnunar til stuðnings Helga Magnúsi

Aftur efnt til undirskriftasöfnunar til stuðnings Helga Magnúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“

Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Nóru? – 150 þúsund króna fundarlaun

Hefur þú séð Nóru? – 150 þúsund króna fundarlaun