fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Hvalfjarðargöngum lokað vegna hjólreiðamanns

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. júní 2024 17:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað tímabundið út af hjólreiðamanni sem hafði hjólað inn í göngin. Þetta kemur fram á upplýsingavef Vegagerðarinnar, umferdin.is, en tilkynnt var um lokunina 17:31. Tæpu korteri síðar var tilkynnt að göngin væru opin á ný og vegfarendur beðnir að passa bilið milli ökutækja.

Sambærilegt mál kom upp seint í maí þar sem göngunum var lokað um hríð á meðan lögregla fylgdi hjólreiðamanni út úr göngunum á meðan aðrir vegfarendur þurftu að bíða, þar með talið Strætó. Sjónarvottur furðaði sig þá á því að lögregla hefði kosið að fylgja hjólreiðamanninum eftir á meðan hann hjólaði sína leið, fremur en að skutla honum út og gera honum að sækja hjólið við betra tækifæri.

Að sögn lögreglunnar á Vesturlandi  í maí var ekki talið ráðlegt að skilja hjólið eftir í göngunum. Tilfelli sem þessi væru fátíð og ekki væri því til venjur eða verkferlar um afgreiðslu þessa mála.

Hjóla má í gegnum öll göng á Íslandi nema Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng. Hjólreiðamenn hafa í gegnum árin furðað sig á þessu banni, en það má rekja til öryggismála þar sem hjól eigi erfitt með að halda meðalhraða í gegnum göngin sem er um 70 km/klst. Umferð gangandi og hjólandi vegfarenda, umferð reiðmanna og rekstur búfjár er bannaður í göngunum nema með sérstöku leyfi lögreglustjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi