fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Hvalfjarðargöngum lokað vegna hjólreiðamanns

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. júní 2024 17:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað tímabundið út af hjólreiðamanni sem hafði hjólað inn í göngin. Þetta kemur fram á upplýsingavef Vegagerðarinnar, umferdin.is, en tilkynnt var um lokunina 17:31. Tæpu korteri síðar var tilkynnt að göngin væru opin á ný og vegfarendur beðnir að passa bilið milli ökutækja.

Sambærilegt mál kom upp seint í maí þar sem göngunum var lokað um hríð á meðan lögregla fylgdi hjólreiðamanni út úr göngunum á meðan aðrir vegfarendur þurftu að bíða, þar með talið Strætó. Sjónarvottur furðaði sig þá á því að lögregla hefði kosið að fylgja hjólreiðamanninum eftir á meðan hann hjólaði sína leið, fremur en að skutla honum út og gera honum að sækja hjólið við betra tækifæri.

Að sögn lögreglunnar á Vesturlandi  í maí var ekki talið ráðlegt að skilja hjólið eftir í göngunum. Tilfelli sem þessi væru fátíð og ekki væri því til venjur eða verkferlar um afgreiðslu þessa mála.

Hjóla má í gegnum öll göng á Íslandi nema Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng. Hjólreiðamenn hafa í gegnum árin furðað sig á þessu banni, en það má rekja til öryggismála þar sem hjól eigi erfitt með að halda meðalhraða í gegnum göngin sem er um 70 km/klst. Umferð gangandi og hjólandi vegfarenda, umferð reiðmanna og rekstur búfjár er bannaður í göngunum nema með sérstöku leyfi lögreglustjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Í gær

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna