fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Hvað kostar milli flugvallar og borgar – Erum við að okra miðað við nágrannaþjóðir?

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. júní 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband hinnar áströlsku Macey Jane, sem er búsett í Bretlandi, þar sem hún leggur upp í langferð sem af myndbandi hennar er á við hetjuför Hobbitana í Hringadróttinssögu hefur vakið heimsathygli. 

Í myndbandinu má sjá Jane ákveða að ganga upp á Keflavíkurflugvöll í um tvær og hálfa klukkustund, þar sem leigubíllinn kostaði að hennar sögn 200 evrur eða um 30 þúsund krónur. Margir Íslendingar sem tjá sig um myndbandið virðast ekki átta sig á staðháttum en Jane gengur frá Keflavík á völlinn og kunnugir segja leigubíll þaðan kosta 3-5 þúsund krónur. Vissulega er leigubíll frá höfuðborginni dýrari en það, en þó ekki svona dýr, eins og kemur fram hér neðar, og væri Jane líklega enn á þramminu suðureftir ef hún hefði ákveðið að ganga. 

Sjá einnig: Neitaði að borga rándýran leigubíl og gekk klukkutímum saman upp á Leifsstöð – „Engir uber eða almenningssamgöngur þangað til klukkan 8“

En burtséð frá hvort Jane var svona illa upplýst, fékk verð í leigubíl frá einhverjum svikahrappi eða annað þá hefur myndbandið vakið heimsathygli.

Sjá einnig: Konan sem gekk upp í Leifsstöð, vegna skorts á almenningssamgöngum og okurverðs á leigubílum, komin í heimsfréttirnar og veldur áhyggjum

Í frétt Independent af göngu Jane kemur meðal annars fram að margir hafi í athugasemdum við myndbandið lýst furðu sinni á hversu lélegir kostir hafi verið í boði fyrir hana. Aðrir sem segjast hafa reynslu af Íslandsferðum benda á að hægt sé að ferðast með Flybus svo snemma að morgni og enn aðrir vilja meina að hafa ekki þurft að greiða svo hátt verð fyrir að taka leigubíl frá Reykjavík á flugvöllinn.

Segir myndbandið niðurlægjandi fyrir íslensku þjóðina

Björn Teitsson fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífstíl og nemi í borgarfræðum er einn þeirra sem vakið hafa athygli á myndbandi Jane hér heima og furðað sig á.

Í Facebook-hópnum Samtök um bíllausan lífsstíll birtir Björn færslu þar sem hann segir málið niðurlægjandi fyrir okkur sem þjóð og spyr hvenær okkur verði færðar boðlegar samgöngur milli flugvallarins og Reykjavíkur:

„Og nei, er ekki endilega að taka um lest. Það væri hægt að laga strætó strax. Ekki að einu kostirnir séu einokunarfyrirtæki sem selur miða aðra leið á 4.000 (dýrasta gjald Evrópu) f rútu sem gengur ekki einu sinni eftir timatöflu heldur eingöngu þegar búið er að pakka fólki eins og sardínum í ömurlega rútu, rándýr leigubíll eða bilaleigubíll. Þetta er hvergi svona nema á Íslandi. Þetta er skömm og verður að breytast,“ segir Björn.

„Þetta er eitt ruglaðasta mál sem um getur á Íslandi. Og ISAVIA er btw ríkisrekið fyrirtæki, og ríkið er m loftslagsstefnu og samgöngustefnu. Þar sem segir skýrum orðum að stefna eigi að orkuskiptum og auknum hlut fjölbreyttra ferðamáta. Hvernig stuðlar það að fjölbreyttum ferðamáta og orkuskiptum að neyða ferðamenn í 35.000 bílaleigubíla sem bætast við daglega umferð á hverjum degi?“

Keflavíkurflugvöllur – Reykjavík

Hægt er að komast til höfuðborgarinnar með leigubíl, strætisvagni eða rútu.

Leigubíll frá Hreyfli fyrir 1-4 farþega kostar 20 þúsund krónur, frá flugstöð á einn áfangastað. Ef áfangastaðir eru fleiri þá er aukagjald 4.000 krónur fyrir hvern auka viðkomustað. Bílstjóra er einnig heimilt að innheimta hliðgjald Isavia, 490 krónur.

Stórhátíðargjald er helgidagataxti með 35% álagi. Við fylgjumst með komutíma flugs og bílstjóri bíður eftir farþegum í komusal flugstöðvar allt að 90 mínútur eftir lendingu.

Ferðin með strætó kostar 2.280 krónur, 1.140 krónur fyrir ungmenni 12-17 ára, eldri borgara og öryrkja, börn 11 ára og yngri fá frítt.

Fyrsti strætisvagninn fer á völlinn frá BSÍ klukkan 6.25 og sá síðasti kl. 19.25. Fyrsti vagninn fer frá vellinum klukkan 6.35 og sá síðasti klukkan 22.50. Vagninn stoppar víða á leiðinni meðal annars við Fjörð í Hafnarfirði, við BSÍ og Ráðhúsið. Um helgar og á völdum ferðum á virkum dögum er ekið til og frá Firði í Hafnarfirði. Ekki er hægt að panta sér far fyrirfram, heldur þarf einfaldlega að mæta á næstu stoppistöð. 

Eins og kunnugir staðháttum vita þá er stoppistöðin ekki við flugstöðina sjálfa heldur um 150 metrum frá henni. 

Tvö rútufyrirtæki sinna ferðum mill Reykjavíkur og flugvallarins, Flybus og Airport Direct. Hægt er að bóka ferðina fyrirfram.

Flugrútan keyrir frá BSÍ til Keflavíkurflugvallar samkvæmt tímatöflu og frá Keflavíkurflugvelli 40 mínútum eftir lendingu hvers flugs og mun örar á álagstímum. Fyrsta pick up á hóteli er klukkan 3.00 og fer rútan frá BSÍ klukkan 3.30. Síðasta pick up á hóteli er klukkan 22.00. Verð fyrir fullorðinn er 5.199 krónur.

Airport Direct ekur á milli Keflavíkurfluvallar og umferðarmiðstöðvar Airport Direct, Reykjavik Terminal sem er staðsett í Skógarhlíð 10, 105 Reykjavik. Allar brottfarir eru samkvæmt tímatöflu. Fyrsta brottför frá Reykjavík er klukkan 3.00 og síðasta klukkan 23. Fyrsta brottför frá Keflavík er klukkan 00.15 og síðasta klukkan 23.15.

Verð fyrir fullorðinn (+14) er 3.890 krónur. Verð fyrir börn 3-13 er 1.945 krónur, börn yngri en tveggja ára greiða ekkert. Stoppað er í Hamraborg Kópavogi, en hægt er að greiða 1.000 krónur aukalega fyrir að rútan stoppi á öðrum tilgreindum stoppistöðvum á leiðinni.

 

Næst skulum við skoða nokkra flugvelli erlendis, í hinum norðurlöndunum og London. Ferðamáti var kannaður í gegnum eina vefsíðu, www.rome2rio.com, og verð miðast við aðra leiðina, frá vellinum til borgarinnar.

Kaupmannahöfn

Stutt er frá Kastrupflugvelli til höfuðborgarinnar og hægt að velja milli nokkurra samgöngumáta: lest, rútar eða leigubíll. Lestin og rútan taka um korter, meðan leigubíll tekur um tíu mínútur. Kjósi menn að ganga tekur það um 90 mínútur.

Lest kostar 1.350 – 1.950 krónur, aðra leiðina. Lestin gengur á 20 mínútna fresti, nema frá miðnætti til fjögur að nóttu þá er hún á klukkutíma fresti.
Rútan kostar 300 – 600 krónur, aðra leiðina. Rútan er á 10 mínútna fresti, allan sólarhringinn.
Leigubíll kostar 3.000-3.750 krónur aðra leiðina.

Osló

Eins og aðrir flugvellir þá býður Gardemoen upp á nokkra valmöguleika: lest, rútu eða leigubíl. Lestin tekur 22 mínútur, rútan 53 mínútur og leigubíllinn 39 mínútur.

Lest kostar 1.260 – 3.080 krónur. Tvö fyrirtæki eru í boði, önnur gengur á 20 mínútna fresti, hin á hálftíma fresti. Engar ferðir eru á bilinu 01.00-5.30 að nóttu til.
Rútan kostar 1.680 – 3.080 krónur. Tvö fyrirtæki eru í boði og hjá báðum er rútan á klukkutíma fresti frá klukkan fimm að nóttu til miðnættis.
Leigubíll kostar 14.000 – 18.200 krónur.

Stokkhólmur

Arlanda flugvöllurinn er stutt frá höfuðborginni og býður eins og aðrir upp á ferðamöguleika með lest, rútu eða leigubíl. Lestin tekur 20 mínútur, rútan 48 mínútur og leigubíllinn 35 mínútur.

Lest kostar 700 – 4.200 krónur. Tvö fyrirtæki eru í boði, önnur gengur á 20 mínútna fresti, hin á hálftíma fresti. Engar ferðir eru á bilinu 01.00-4.50 að nóttu til.
Rútan kostar 700 – 2.240 krónur. Nokkur fyrirtæki eru í boði og það sem er með tíðustu ferðirnar fer á 20 mínútna fresti allan sólarhringinn.
Leigubíll kostar 8.400 – 10.500 krónur.

Helsinki

Frá Vantaa flugvellinum til borgarinnar er stutt leið og hægt að velja milli lestar, rútu eða leigubíls. Lestin og rútan taka 34 og 38 mínútur, meðan leigubíll tekur 23 mínútur. 

Lest kostar 420 – 1.540 krónur. Tvö fyrirtæki eru í boði, önnur gengur á 10 mínútna fresti, hin á hálftíma fresti.
Rútan kostar 560 krónur. Rútan er á 15 mínútna fresti, allan sólarhringinn.
Leigubíll kostar 4.200 – 5.600 krónur.

London

Heathrow er stærsti flugvöllur borgarinnar og hægt að velja milli nokkurra samgöngumáta: lest, rúta, leigubíll eða neðanjarðarlest. Lestin tekur 16 mínútur, neðanjarðarlestin 48 mínútur, strætisvagn klukkustund og leigubíll 29 mínútur.

Lest kostar 700 – 6.300 krónur og er miðað við komu á Paddingtonstöðina. Lestin gengur á 15 mínútna fresti.
Rútan kostar 700 – 1.120 krónur. Mismunandi er eftir hvaða fyrirtæki er skoðað hversu örar ferðirnar eru, ýmist einu sinni á dag eða á 2 klukkustunda fresti.
Leigubíll kostar 40.600 – 49.000 krónur.
Neðanjarðarlestin kostar 420 – 980 krónur og er miðað við komu á Leicester Square stöðina. Ferðir eru á 10 mínútna fresti.

Eins og sjá má á ofangreindum tölum þá tapar Ísland í öllum samanburði nema á tveimur stöðum. Leigubíll í Osló er á pari við okkur og leigubíll í London er mun dýrari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lavrov hótar Dönum að hervaldi kunni að verða beitt gegn þeim

Lavrov hótar Dönum að hervaldi kunni að verða beitt gegn þeim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmaður í Eflingu kallar eigendur og viðskiptavini veitingahúsa sníkjudýr

Stjórnarmaður í Eflingu kallar eigendur og viðskiptavini veitingahúsa sníkjudýr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald