fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Bjarni segir að gripið verði til aðgerða ef Geysir er í hættu út af ágangi ferðamanna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. júní 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum enn að reyna að móta skattkerfi fyrir ferðamannaiðnaðinn til framtíðar,“ sagði forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, í samtali við CNBC.

Bjarni sagðist einkum horfa til kerfis þar sem notandinn borgi brúsann, svo sem með því að rukka aðgöngugjald að vinsælum ferðamannastöðum á landinu. Þar með sé hægt að stjórna umferðinni.

„Svo þegar eftirspurnin er mest gætum við haft hærri skatta eftir tíma dags, mánuðum eða árstíðum. En þetta er enn í mótun“

CNBC fjallar um að íslensk stjórnvöld hafi komið aftur á svokölluðum gistináttaskatt í upphafi árs til að reyna að safna inn fjármagni fyrir sjálfbærniverkefni og til að draga úr umhverfisáhrifum fjölda-túrisma.

Bjarni segir þessa skattlagningu mikilvæga ákvörðun fyrir Ísland en stjórnvöld þurfi að ganga lengra til að ná réttu jafnvægi.

Ferðamannaiðnaðurinn sé kominn aftur á fullt hér á landi eftir faraldurinn og Ísland reikni með 2,3 milljón ferðamönnum á árinu og allt að 2,5 milljónum árið 2026.

CNBC rekur að arðurinn frá ferðamannaiðnaðinum sé mikilvægur íslenskum efnahag.

„Við höfum útbúið kerfi þar sem við horfum til ákveðinna þátta: Er náttúran í jafnvægi á tilteknum stað? Er samfélagið ánægð með þróunina? Er þetta á grænu, gulu eða rauðu ljósi?,“ sagði Bjarni og bætir við að ef útlit er fyrir að mikilvægir staðir á borð við Geysi liggi undir skemmdum út af ágangi ferðamanna þá þurfi að grípa til að gerða. Það sé mikilvægt að ferðamannaiðnaðurinn vaxi ekki umfram það sem samfélagið og náttúran þoli.

CNBC rekur að þessi þróun sé að eiga sér stað víðar. T.d. í Amsterdam í Holandi og Feneyjum á Ítalíu sé verið að ráðast í mótvægisaðgerðir út af neikvæðum áhrifum offjölgunar ferðamanna, en á sama tíma gæta þess að sýna því tillit hversu mikilvægur iðnaðurinn er fyrir efnahaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“