fbpx
Föstudagur 02.ágúst 2024
Fréttir

Eigendur Felino ákveða að loka og Jói Fel kynnir nýtt verkefni – „Við erum að ræða við birgja og ganga frá okkar málum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. júní 2024 22:05

Jóli Fel. Mynd: Valli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinum vinsæla veitingastað, Felino, hefur núna verið lokað og er verið að semja við birgja og aðra samstarfsaðila. Þetta staðfestir forsvarsmaður staðarins, hinn rómaði matreiðslumeistari Jói Fel, Jóhannes Felixsson.

Það er raunar nokkur misskilningur að staðurinn sé í eigu Jóa, en hann hefur starfað sem launþegi á Felino. Hann hefur engu að síður sinnt daglegum rekstri og verið andlit staðarins. Jói segir að hann og eigendur Felino kappkosti að loka rekstrinum á faglegan og heiðarlegan hátt:

„Ég vann þarna sem launþegi og vann fyrir og með góðum vinum mínum sem opnuðu veitingastaðinn með mér. Við sáum fram á að þetta myndi bara ekki ganga upp og  því ákváðum við að loka staðnum, þar sem rekstrarumhverfið er of erfitt og við sjáum ekki fram á að geta rekið þetta áfram í þessu rekstrarumhverfi. Við erum að ræða við birgja og ég er þegar byrjaður í öðru spennandi verkefni.“

Miklar vinsældir duga skammt

Felino hefur verið rómaður fyrir framúrskarandi pitsur og pastarétti. En þrátt fyrir miklar vinsældir gengur dæmið ekki upp. Jói segir ástandið í veitingarekstri hér á landi vera óviðráðanlegt:

„Ég get bara sagt það sama og stendur í öllum fjölmiðlum og kemur fram í öllum viðtölum þar sem fjallað er um þetta: Launakostnaður er kominn upp úr öllu valdi. Það er ótrúlegt í dag að launakostnaður, alveg sama hvað maður vinnur mikið sjálfur, hann fer bara ekkert undir 50 prósent. Hráefni hækkar og hækkar og ég segi bara sem betur fer vorum við ekki með lán á fyrirtækinu með einhverjum 10-15% vöxtum. Ég skil ekki hvernig fyrirtæki í veitingarekstri sem eru með slík lán geta lifað og mörg veitingahús í dag eru að borga núna Covid-reikningana sína á 15% vöxtum. Ég skil bara vel að formaður SVEIT (Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði) segi að eitt veitingahús loki í hverri viku, eins og kom fram nýlega. Núna erum við að loka Felino og lokum vel. Á þeim tímapunkti leyfi ég mér að segja að pitsan þyrfti að kosta sirka 6.000 krónur til að við gætum rekið staðinn og staðið undir öllum kostnaði. Það er ekki að ganga upp.“

Jói segir að ekki hafi skort viðskiptavini á staðinn, það hafi svo sannarlega ekki verið vandamálið:

„Það vantaði ekki að það var alveg fullt að gera, stundum troðið úr úr dyrum, en engu að síður þá bara gengur dæmið ekki upp.“

Spennandi verkefni: Lifandi uppskriftabók

Jói kynnir brátt nýtt og spennandi verkefni í samvinnu við Hagkaup og fleiri samstarfsaðila. Fyrirbærið er í senn uppskriftasíða á netinu og netsjónvarp í áskrift. Raunar kallar Jói þetta „Lifandi uppskriftabók“.

„Ég er að skrifa lifandi netuppskriftabók, bók sem verður lifandi á netinu. Ég er búinn að stofna fyrirtæki sem heitir „Elda baka“ og er að opna heimasíðu. Þarna verða lifandi myndskeið í anda gömu sjónvarpsþáttanna minna. Þetta verður opnað eftir sirka mánuð. Þetta verður áskriftarsíða og verður mín aðalatvinna. Ég ætla að kynna nýja uppskrift næstum því á hverjum degi og þetta verður þannig síða að þarna finnurðu bókstaflega allt sem þú þarft að gera í eldhúsinu heima hjá þér. Hagkaup er aðalstyrktaraðili enda hef ég unnnið með þeim í 40 ár. Þetta eru matreiðsluþættir á netinu þar sem þú lærir allt og sérð allt sem þú þarft að gera í eldhúsinu.“

Lifandi uppskriftabók Jóa Fel verður opnuð eftir um það bil mánuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halla orðin forseti Íslands

Halla orðin forseti Íslands
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurgeir syndir heiðurssund fyrir Eddu Björk og syni hennar – „Þetta er uppáhaldsstaður drengjanna“

Sigurgeir syndir heiðurssund fyrir Eddu Björk og syni hennar – „Þetta er uppáhaldsstaður drengjanna“
Fréttir
Í gær

Japanir biðja Dani að framselja Watson – Snúin pólitísk ákvörðun

Japanir biðja Dani að framselja Watson – Snúin pólitísk ákvörðun
Fréttir
Í gær

Þorgrímur fjarlægði númer sitt úr símaskránni eftir líflátshótanir -„Það var ráðist á mig á skemmtistað“

Þorgrímur fjarlægði númer sitt úr símaskránni eftir líflátshótanir -„Það var ráðist á mig á skemmtistað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þakka Guðna og Elizu á síðasta degi hans sem forseti – „Einstakur forseti, hlýr mannvinur sem kunni að nýta embættið til góðra hluta“

Þakka Guðna og Elizu á síðasta degi hans sem forseti – „Einstakur forseti, hlýr mannvinur sem kunni að nýta embættið til góðra hluta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvalfriðunarsinninn Paul Watson sér ekki eftir neinu – Gæti átt 15 ára fangelsisvist yfir höfði sér

Hvalfriðunarsinninn Paul Watson sér ekki eftir neinu – Gæti átt 15 ára fangelsisvist yfir höfði sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útköllum vegna veggjalúsar fjölgar verulega hér á landi: „Þetta er bara puttalingur frá helvíti“

Útköllum vegna veggjalúsar fjölgar verulega hér á landi: „Þetta er bara puttalingur frá helvíti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margar rúður brotnar í Rimaskóla

Margar rúður brotnar í Rimaskóla