Umhverfisverndarsamtök sem kallast Ecologists in Action, eða Vistfræðingar í verki, hafa listað upp 48 strendur á Spáni sem ferðalangar og aðrir beri að varast. Þetta eru sérlega mengaðar strendur, þar sem má meðal annars finna skólp, saur, bleyjur, blautklúta og annan ófögnuð.
Samtökin eru í raun regnhlífarsamtök fyrir yfir 300 umhvefisverndarhópa. Skrifuðu þau ítarlega skýrslu um ástandið af mörgum af vinsælustu ströndum Spánar. Strendur á Kanaríeyjum eru sérstaklega nefndar til sögunnar.
„Eitt af stærstu vandamálunum er túristavæðing strandanna og aukið þéttbýli. Þetta er vandamál sem hrjáir Kanaríeyjar hvað verst,“ sagði talsmaður samtakanna.
Segja samtökin að stjórnmálamenn taki hagsmuni fyrirtækja fram yfir hagsmuni almennings hvað þetta varðar. Stjórnmálamenn gorti sig af brjálæðislegum tölum yfir fjölda ferðamanna á meðan heimamenn væru að kljást við fátækt og atvinnuleysi. Vistspor Kanaríeyja væri sambærilegt við staði sem eru 27 sinnum stærri að flatarmáli.
Sem dæmi er nefnt að á Tenerife sé 57 milljón lítrum af skólpvatni veitt út í hafið á hverjum degi. Þetta er sambærilegt við 17 ólympíuleika sundlaugar af menguðu vatni.
Þetta eru hinar 48 sóðastrandir á Spáni:
- La Farella, Girona, Katalóníu
- Ýmsir strandbútar við Costa Brava, Girona, Katalóníu
- Comarca del Maresme, Barcelona, Katalóníu
- Sant Adria del Beso, Barcelona, Katalóníu
- Camino de Ronda, Tarragona, Katalóníu
- Playa de la Pineda, Tarragona, Katalóníu
- Playa de L´Estany-Capicorb, Castellon, Valencia
- Playa de Burriana, Castellon, Valencia
- Strandbútar í Parque Natural de l´Albufera, Valencia
- Puerto de Valencia, Valencia
- Barranco y playa del Amerador, Alcant, Valencia
- Playas de Cap l´horta, Albufera, Valencia
- Mar Menor, Murcia
- Portman Bay og Sierra Minera, Murcia
- Playa Quitapellejos-Palomares, Almeria, Andalúsíu
- Playa de El Lancon en Carboneras, Almeria, Andalúsíu
- Playa de Castell de Ferro, Granada, Andalúsíu
- Playa Granada y Poniente, Granada, Andalúsíu
- Playas de Malaga, Malaga, Andalúsíu
- Coast of Malaga, Malaga, Andalúsíu
- Tarifa, Cadiz, Andalúsíu
- Costa de Trafalgar, Cadiz, Andalúsíu
- Huelva á, Huelva, Andalúsíu
- El Portil, Huelva, Andalúsíu
- Aldan River, Pontevedra, Galisíu
- Arousa á og Pontrevedra á, Pontevedra, Galisíu
- Minera de Galicia, A Coruna, Galisíu
- Pereiro á og Ramisquiera á, A Coruna, Galisíu
- Alcona tjörn, Lugo, Galisíu
- Galisíuströnd, Lugo, Galisíu
- Figueres höfn, Asturies
- Villaviciosa, Asturies
- Playa de Usgo, Cantabria
- San Roman de la Llanilla, Cantabria
- Lamiako fen, Bizkaia, Baskalandi
- Gernika og Murueta, Bizkaia, Baskalandi
- Santa Clara eyja, Gipuzkoa, Baskalandi
- La Concha eyja, Gipuzkoa, Baskalandi
- Cala Xarraca, Ibiza
- Playa de Talamanca, Ibiza
- Melilla höfn, Melilla
- Melilla flói, Melilla
- Monte Hacho, Ceuta
- Playa de Desnarigado, Ceuta
- Playa Blanca, Lanzarote, Kanaríeyjum
- Corralejo Dunes, Fuerteventura, Kanaríeyjum
- La Tejita, Adeja, Tenerife, Kanaríeyjum
- Norðurströndin, Tenerife, Kanaríeyjum