fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Norðurvígi skilgreind sem hryðjuverkasamtök – Með starfsemi í Reykjavík og Akureyri

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 15. júní 2024 11:30

Meðlimir Norðurvígis á Lækjartorgi. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld hafa skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök. Samtökin hafa haft starfsemi hér á Íslandi, bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Norðurvígi (Nordic Resistance Movement) eru samtök sem stofnuð voru í Svíþjóð en hafa haft starfsemi á öllum Norðurlöndunum. Íslandsdeildin var stofnuð árið 2016 en samtökin eru sterkust í Svíþjóð.

Samtökin hafa komist í fréttir hér á landi þegar þau hafa reynt að breiða út sinn boðskap um útlendinga og kynþáttahatur. Meðal annars hefur bleðlum verið dreift í hús og plaggöt hengd á veggi. Mest áberandi voru samtökin þegar nokkrir meðlimir komu hingað til lands og tóku sér stöðu á Lækjartorgi.

Á Norðurlöndunum hafa liðsmenn Norðurvígis oft komist í fréttir vegna ofbeldis. Árið 2019 voru samtökin bönnuð í Finnlandi. En þar hafði meðlimur Norðurvígis stungið 12 ára barn af erlendum uppruna með hnífi í verslunarmiðstöð.

Sjá einnig:

Nýnasistar láta að sér kveða á Norðurlandi

Í gær, föstudag, voru samtökin opinberlega skilgreind sem hryðjuverkasamtök af bandaríska innanríkisráðuneytinu. Einnig nokkrir af helstu leiðtogunum, það er Tor Fredrik Vejdeland, Par Oberg og Leif Robert Eklund. Borið hefur á því að meðlimir Norðurvígis hafi myndað tengsl við nýnasistahópa í Bandaríkjunum.

„Meðlimir hópsins og leiðtogar hans hafa ráðist með ofbeldi á pólitíska andstæðinga sína, mótmælendur, blaðamenn og aðra sem þeir líta á sem óvini sína,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Er þetta hluti af stefnu Biden stjórnarinnar í að takast á við öfgahópa af meiri hörku en áður.

 

Mynd: Eyþór Árnason

 

Mynd: Eyþór Árnason
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg