fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Rútuslys á Öxnadalsheiði – Hópslysaáætlun virkjuð

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. júní 2024 17:41

Yfirlitsmynd úr dróna lögreglunnar Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúta með 22 farþega og ökumann lenti í slysi á Öxnadalsheiði, skammt frá Fagranesi, nú síðdegis, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að lögreglan er búin að loka veginum yfir Öxnadalsheiði vegna slyssins. Óvíst er hve lengi vegurinn verður lokaður.

RÚV greinir frá að ekki hafa fengist upplýsingar um meiðsl á fólki. Vísir greinir frá að tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær flugvélar hafi verið kallaðar út til sjúkraflugs. 

Fjöldi viðbragðsaðila er á vettvangi og á leið á vettvang. Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar og er ein þeirra á leiðinni.  Samhæfingarstöð almannavarna hefur verið virkjuð og hópslysaáætlun sömuleiðis.

Í tilkynningu á vef lögreglunnar á Norðurlandi eystra kemur fram að tilkynning um slysið barst rétt fyrir klukkan 17. Rútan hefði oltið og fjöldi farþega væru slasaðir.

Uppfært kl. 19.00:

Samkvæmt færslu á Facebook-síðu er vegurinn enn lokaður og verður jafnvel fram á nótt. Ökumenn sem þurfa að komast á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar í kvöld eru hvattir til að fara fyrir Tröllaskagann í gegnum Siglufjörð og Ólafsfjörð.

Flestir farþegar hafa nú verið fluttir af vettvangi og á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar fer fram frekari greining og þá eru 2 sjúkraflugvélar klárar á Akureyri og þá er þyrla LHG komin til Akureyrar og mun hún einnig flytja slasaða til Reykjavíkur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út